Félagsbréf - 01.06.1963, Side 24

Félagsbréf - 01.06.1963, Side 24
á veiðiferðunum? Slíkar myndir, særð- ar eða með sárindatáknum, þekkjast á nokkrum stöðum. Hins vegar verður ekki sagt, að þær móti alla listhefðina, þær eru fáar, eru undantekning. Er veiðigaldursskýring í þessum anda því veik. Sterkasta rót listar er án efa frumstæð gleði. Þörfin til að draga upp myndir, mála, rista, hvelfa, skera út, átti áreiðanlega höfuðþátt í tilurð verkanna, sem við höfum nú litið nokk- uð yfir. Annað liggur og tæpast mjög til grundvallar hinni fögru skreytingu á áhöldum Madeleine manna, hún hef- ur verið til augnayndis, en nú erum við reyndar stödd við síðari hring- sveipinn, ekki á upphafsreitnum. En lítum á viðfangsefnin. Merki og svo óhlutlægt skraut áhalda eru mikill þáttur, en segja má, að dýrin njóti sí- fellt dálætis og á öllum skeiðum. Eng- inn vafi er og á því, að menn síðustu ísa.ldar hafa þekkt mjög náið fjölda dýra, einkum spendýr, þeir veiddu þau svo mjög. Þeir hafa verið börn hinna víðlendu freðmýra, moldblástursauðna, lyngmóa og harðgerra skóga, og séð jökul og fell. Einkennilegt er, hve auga þeirra er næmt fyrir hinu við- mótsþýða hjá dýrum. Þó var dýra- heimurinn á margri áttinni. Þeir þekktu skæð rándýr. Þeir gerðu mynd- ir af þeim. Auðséð þykir hins vegar, að bráðin sé hér aðalviðfangsefnið, það, sem alltaf þurfti að elta uppi, hæfa, fella í gildru, draga heim og matreiða. Var það mest vísundur og hreindýr. Þótt þetta sé augljóst, er ekki þörf á að fallast á, að eina ástæð- an fyrir dýramyndagerð, og í henni vali aðal veiðidýra, sé galdur og töfra- 20 FÉLAGSBRÉF trú. Fylgir ekki slíku illska og þverúð? Getur harka brotizt fram í mynd- rænni fegurð? Þessu eigum við bágt með að trúa. Snúum við á braut þank- ans. Segjum sem svo, að menn hafi viljað dýr feig, en séð, að þau urðu að njóta kynsældar. í slíkum hugsun- um getur myndgleði hafa dafnað. Held ég, að við förum ekki villu vegar ef við teljum hvorttveggja í senn vera mikinn aflvaka, sköpunarhneigð og svo skírskotun mannfélaganna, sem uppi voru á síðustu ísöld, til mátta, er myndu ráða viðgangi lífveranna, ljá litu góða, auka kynsæld og veita veiði. Lantier kveður nú hinar ham- sveiptu verur í bergmyndunum vera goðverur. Þegar aftur fór að mildast loftslag á slóðum hreinaveiðaranna og jökull bráðnaði, breiddust skógar yfir túndr- ur og sléttur, mammútfíllinn var nú aldauður, en hreinninn flutti sig norðar. Menn urðu að breyta um veiðiferðir, því að nú fluttust að þeim önnur dýr. Hefst nú miðsteinöldin. Einkennist hún m.a. af dýraveiðum með boga. TJrðu eftir þetta framfarir í tækni, en hin mikla, marghliða og auðuga menning síðustu ísaldar dó út. Á miðsteinöld er nokkur myndlist í Evrópu, að því er virðist, og hún merkileg, ef það er rétt, að berglistin á Austur-Spáni, sem lík- ist ofangreindri hefð, en einkennist af einlitum sérgildingarflesjum, sé frá þessu tímabili. Um hana fjalla ég nú ekki. Takmörk ísaldarmenningarinnar. er ég hef nú talað um, og sem bar svo furðulega ávexti leikhæfni og tjáningar, eru all skýr. Hér hafa þau ekki verið ýkja fastlega dregin, hvorki almennt

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.