Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 29

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 29
raunsæisskáldskapnum en annar róman- tískur skáldskapur íslenzkur. Síðan Gestur mælti þeissi orð, hafa litlax breytingar oröið á stöðu Jónasar í íslenzkum bókmenntum, enda þótt margt af því, sem talið er til ljóðlist- ar á íslandi, lúti öðrum lögmálum en ríkti í ljóðagerð hans, og enn er list hans í fullu gildi, ófölskvuð eins og vorblóm. En hvert var viðhorf Jónasar sjálfs til kveðskapar síns? Þeirri spurningu verður tæpast svarað með neinni vissu. Þyngstu rökin fyrir því, að hann hafi ekki lagt mikla rækt við skáldskap sinn, er sú staðreynd, að mikill meiri hluti kvæða hans eru tækifæriskvæði, ort af ákveðnu tilefni eða jafnvel eftir pöntun, þó að nefna megi undantekn- ingar og þær ekki af lakara taginu eins og t.d. Fjallið Skjaldbreið. Eng- um getum verður að því leitt, hve til- vera Fjölnis hefur fætt af sér mörg af kvæðum Jónasar. Vinir hans biðja hann aftur og aftur um kvæði, þegar á að fara að prenta ritið, og ekki er a3 efa, að hrósyrði þeirra hafa glatt hann og verið honum hvatning að yrkja. Mér er nær að halda, að það hafi öðr- um þræði verið hugsýki hins sjúka og klæðlitla skálds, sem lagði honum á tungu ljóðlínur eins og þessar: Veit ég, aS stultri stundarbiS, stejin mín engir jinna. En eitt er víst: gleðin og birtan voru honum nauðsynlegar til þess, að hann gæti ort. I síðasta bréfi hans, sem varðveitt er, skrifuðu rúmum mánuði áður en dauðinn knúði dyra, gætir sarsauka hjá honurn, vegna þess að honum finnst kvæði sín vanmetin. Þetta er eitt af þeim fáu skiptum, sem hann talar um ljóð sín, og honum farast orð á þessa leið: (Bréfið er til Þórðar Jónassonar, 21. apríl 1845.) „Þú baðst um fleiri kvæði; það sit- ur á ykkur, sem lastið allt, sem ég geri, þegar nafnið mitt stendur ekki undir því! Ég hefi samt enn þetta árið gert það löndum mínum til léttis og þóknunar og skilningsauka mál- anna, að setja merki undir þau kvæði mín, sem koma í Fjölni; þau eru hvorki mörg né mikilvæg. Lægi altént vel á mér, gæti ég sjálfsagt ort betur.“ Það var ekki gjöf sorgarinnar, sem gjörði Jónas að skáldi, eins og Ibsen lætur Játgeir skáld segja um sjálfan sig, heldur birtan og sólskinið. Hann var skáld morgunroðans í þjóðlífi ís- lendinga. Þrátt fyrir dapurlega ævi og þá staðreynd, að liann fann, að hann gat ekki lifað. Konráð Gíslason sagði samt um hann látinn, að slíkir menn lifðu margar sælustundir, og enda þótt hann hafi ekki getað sýnt til full- nustu, hvað í honum bjó, hefur það, sem hann skildi eftir, nægt til þess að vefja minningu hans fegurra ljósi en flestra eða allra annarra íslendinga. Vinsældir hans sem skálds urðu því meiri sem kveðskapur hans varð þjóð- inni kunnari. Hann var skáld nýrra tíma og í andstöðu við kyrrstöðu sam- tímans, og þjóðin sjálf var tæpast komin svo langt á þroskabraut sinni, að hún gæti metið skáldið rétt. Það varð ekki fyrr en allt var komið í kring og hann horfinn af sjónarsvið- inu. FÉLAGSBRÉF 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.