Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 59

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 59
Og náttúruelskandi; í beztu ljóðum hans er einfaldri, stundum dálítið óljósri, tilfinningu fenginn einfaldur ljcðrænn búningur, en ]>ar fyrir yfrið vandaður og fágaður; þessi ljóð eru gjarna náttúrumyndir. Dæmi þess hátt- ar ljóða úr Heiðnuvötnum eru Um Glókoll og sumartuiiglið, Butraldi, Fiðluklettar, Vorstef á ýli, Á ferð; með þessum ljóðum skipar Þorsteinn Valdimaisson sér sess með hinum hug- þekkari skáldum okkar. í stað þess að fjölyrða um þessi prýðilegu litlu Ijóð leyfi ég mér að tilfæra hér hið síðastnefnda; það er dæmi þess hver Þorsteinn er þar scm hann er beztur: Ondvert rís brattur ásinn — óttusvalinn ber angan að vitum mér frá regnvotum birkigreinum — þungfær vagninn, þreytan og þokan í regnvotum greinum — og vegurinn þar sem bann kemur ofan klifið framundan mér með knippi af morgungeislum brumandi á herðum sér. Ó. J. ■Fingraœfingar Jökull Jakobsson: Næturheimsókn. Sögur. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1962. í þessari bók Jökuls Jakobssonar eru sex smásögur, og er það úrval úr sögum þeim sem hann hefur skrifað á allmörgum undanförnum árum og birt á víð og dreif í blöðum og tíma- ritum. Viðfangsefni Jökuls eru gjarna ,.tímabær“ og stundum með gagnrýnis- broddi, frásagnarhátturinn einfaldur í sniðum, raunsær; sögurnar bera allar vott hlýlegri samúð með lítilsmegandi smáfólki, sem a.m.k. stundum má sjá sem fulltrúa horfinna lífshátta á ís- landi (sbr. Jafnvægi í byggð lands- ins). Skip koma aldrei aftur, elzta sagan í bókinni og sú sem stendur þar fremst, sker sig helzt úr; þar er stíll- inn óeðlilega upphafinn og hátíðlegur, mætti jafnvel kalla hann forskrúfaðan. Eg hef áður vikið að hinum róman- líska og dálítið hátíðlega mannskiln- ingi Jiikuls (þar sem rætt var um leik- ritið Hart í bak í Félagsbréfi 28) og vanda hans að samræma þennan skiln- ing raunsærri umhverfislýsingu; hér má sjá þessi vandkvæði í frummynd. J öðrum sögum bókarinnar leggur Jökull minni stund á persónukönnun; þær eru uppmálamr „raunsærra“ mannlífsmynda með hefðbundið og kunnuglegt sögufólk í blutverkum. Hér eru gamlir bændur, einn uppflosnað- ur og orðinn klósettmaður á mölinni, annar með falleraða dóttur endur- heimta úr Reykjavík; hér er gömul kona sem unni bezt gauksunganum í hreiðrinu; hér eru kokkálaðir smáborg- arar, annar varnarlaus gegn reykvískri v.ertshússhetju, hinn gegn borðalögðu „varnarliði“. Síðastgreinda sagan (Far- ið uppá Skaga) er hin eina í bókinni sem er í hreinum vikublaðsstíl, en þar fyrir er hún á sinn hátt hnyttin og hittin, sbr. broddinn í sögulokin. Söguefni brestur Jökul Jakobsson FÉLAGSBRÉF 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.