Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 23

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 23
það ólar, hér er munstur, sveifla, stríðir litir og val aðalatriða eftir list- arinnar leiðum. Vil ég benda á þetta vegna hættunnar, sem í heitinu natúr- alismi liggur, og svo er alltaf ástæða til að vera ekki um of auðtrúa og ráðsækinn, þegar lesnar eru greinar og bækur um þetta efni. Er meðferðin oft ónákvæmnisleg og einatt troðið í eyðurnar, enda höfundar í glímu við veraldarnýjung. Staðvalið er svo ein- kennilegt á þessum verkum, að sá, sem leggur sig eftir að skilja þau, óskar þess mjög, að staðina og um- hverfisrammann megi skýra með hlut- lausum, fræðilegum orðum og skipa þá stöðunum, sem listin prýðir, í almennan, vel þekktan flokk, er styddi nautn og umhugsun alla. Stigið er þungt og veigamikið spor, þegar hell- arnir eru sagðir seiðsamkomu- eða helgistaðir. Er þá freistandi að leita hliðstæðna hjá frumstæðum samfé- lögum ýmsum, þar sem helgihald er slíkt, bæði að innihaldi og ytra bún- aði, að borið verði saman. En það er erfið aðferð. íþyngjum ekki huganum við þetta nú. Það er nokkuð bráða- hirgðaráð að rýna ekki um of í merk- ingargildið í öllum þeim fjölda rað- hlýðinna og eiginlegra dæma, sem koma til greina, heldur að fylgja útlitsein- kehnum og ástunda útlitssamanburð, en auðvitað sést þá aldrei allt, er athuga ber og þjónað getur fræðitil- gátunni, sem skýra á myndstaðina á ásöld. Helgimyndahellar Búddatrúar- manna í Mið-Asíu og í Kína spretta feginsamlega upp í huganum, enda er þar stórmerk höggmynda- og málara- list, þá má nefna heiðin hof almennt, skógarlundi helga og aðra slíka staði í náttúrunni, musteri og kirkjur. Þá mætti og telja hallargarða Norðurálfu- höfðingja á síðari öldum, skreytta höggmyndum af grískum og rómversk- um goðum. Eftir þessari aðferð má fjarska mörgu safna. Útlitsfræði fornra viðhafnar- og helgistaða væri ef til vill réttnefni á henni, eðá þá útlitsfræði fornra helgihaldssvæða, mannamóta- svæða, almenningssvæða, viðhafnar- svæða eða annað með því móti. 9. Ég drap nokkuð á töfrakenninguna, að myndlist efri fornsteinaldar væri sprottin af fjölkynngi. Hylli hennar er minni en áður. Hún var fyrst sett fram í vísindariti árið 1903, svo fremi ég veit. Gerði það franskur fornfræð- ingur, Salomon Reinach að nafni. Var skýring hans sú á hellamyndunum, en þær voru nýuppgötvaðar um þetta leyti, að menn jökultímans hefðu gert myndir af Veiðidýrum sínum til að ná töfravaldi yfir þeim. Hefði listin verið herbragð í baráttunni fyrir lífsviður- væri. Þetta hafa menn haft til að skýra fyrir sér upphaf myndlistarinn- ar. Frumstæðir menn gera líkneskju af því, sem á þarf að hrína. Þeir gera sér brúðumynd af óvini, stinga hana með oddhvössu áhaldi og lemja. Trúir maðurinn, að þetta muni koma fram á viðkomandi aðila. Nefn- ist list þessi svartigaldur. Mun nú slíkt koma vel heim við niðurstöður fornleifarannsókna? Getum við bein- línis bent á veiðidýramyndir, sem menn hafa látið á sjá, svo sem eftir áverka frá vopni, svo að þeir öðluð- ust þeim mun meiri ásmegin og heill FÉLAGSBRÉF 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.