Félagsbréf - 01.06.1963, Side 48

Félagsbréf - 01.06.1963, Side 48
(leikstjóri Þorvarður Helgason) næsta hæpin í mörgum greinum, enda varla annars von um hálfgildings áhuga- mannaflokk. Leikstjórnin var að vísu með sínu móti svipsterk, en trúnaður leikstjórans við verkið sjálft held ég hafi verið með minnsta móti og mögu- leikar þess lítt nýttir, áherzlan einhliða á yfirborðsofstopa verksins á kostnað hins innra, nánast ljóðræna ofsa þess. Raunar mátti Þorvarði Helgasyni vera vorkunn með lítt reyndar leikkonur í aðalhlutverkum. — Hugrún Gunnars- dóttir réð með engu móti við hið vandasama hlutverk Claire, og Sigríð- ur Hagalín sýndist mér með öllu utan- gátta sem frúin; Bríet Héðinsdóttir hrósaði hins vegar sigri í hlutverki Solange; af henni má víst vænta mikils framvegis. Á undanhaldi eftir Francois Billet- doux (Þjóðleikhúsið; leikstjóri Bald- vin Halldórsson) er í engu efni líkt verk Vinnukonunum; en stef þess er þar fyrir svipað: mannleg niðurlæging, upplausn, uppgjöf. Nú verð ég að vísu að játa að ég þekki þetta verk engan veginn nógu vel; en mér er ekki grunlaust um að í sýningu Þjóðleik- hússins hafi áherzla verið lögð um of á ytra raunsæi þess, beinlínis á hinn líkamlega hrörnunarferil sem leikurinn lýsir. Skötuhjúin í leiknum (Guðbjörg Þorbjarnardóttir; Róbert Arnfinnsson) drekka að vísu ótæpilega; en leikurinn er ekki dæmisaga um alkóhólisma (eins og sumir blaðaskrif- finnar virtust halda); öllu heldur of- Lioð fíngerð, stundum glettin, stundum viðkvæmnisleg, lýsing á einmanaleik og innilokun, hægfara óafturkallan- 44 FÉLAGSBRÉF legri lífsauðn. Á undanhaldi er ekkert stórvirki; það er velskrifað, hæft leikhúsverk. En þótt margt væri mjög gott í leik þeirra Guðbjargar og Ró- berts, einkum þegar á leið, brast leik- inn heildarsvipinn, hinn fíngerða mannlega tón, gamansaman og þung- lyndislegan í senn. Miklu umtalsverðari en þessar eru sýningar Leikfélags Reykjavíkur og Þjóðleikhússins á tveimur helztu tízku- verkum um þessar mundir, Eðlisfræð- ingunum eftir Friedrich Durrenmatt og Andorru eftir Max Frisch. Þeir hafa víst báðir, Diirrenmatt og Frisch, verið kallaðir lærisveinar Brechts; báðir vilja þeir tjá áhorfendum sínum erindi. 1 leikskrá Þjóðleikshússins er það haft eftir Frisch að markmið hans í leikhúsinu sé „að setja spurn- ingu þannig fram, að áhorfendur gætu upp frá því ekki lifað án þess að svara henni, — sínu eigin svari, sem þeir gætu aðeins gefið með lífi sínu“; og sjálfsagt gæti Diirrenmatt samsinnt þvílíkum ummælum þótt hann taki ekki jafndjúpt í árinni; í hinum grín- aktugu athugasemdum sem hann læt- ur fylgja Eðlisfræðingunum talar hann um að leiklistin geti „lokkað áhorfandann til að standa augliti til auglitis við raunveruleikann“ þó hún komi honum ekki til að veita honum viðnám eða sigrast á honum. Þetta er nú gott og blessað; og enginn mót- mælir víst heldur Frisch að gyðinga- hatur sé ofboðslegt né Diirrenmatt að atómbomban sé það; auðveldlega má líka samþykkja kenningu Dúrrenmatts, að það sem eitt sinn hafi verið hugsað verði ekki tekið aftur, og Frischs um

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.