Félagsbréf - 01.06.1963, Side 64

Félagsbréf - 01.06.1963, Side 64
lega leikhúsinu í vetur og sem væntanlegt er til okkar í Þjóðleikhúsinu í haust. Áður hefur Olsen skrifað allmikið fyrir útvarp, og hér er kominn nýr útvarpsleikur sem væntanlega vekur athygli. Dag Hammarskjöld: Tal 1953—61 (Nor- stedts, 32 skr) Úrval úr ræðum Hammar- skjölds. í ræðum hans kynnist lesandi vita- skuld einkum hinum raunsæja stjórnmála- manni, en þar sést einnig hin íhugula, heirn- spekilega lífsafstaða höfundarins. Piir Lagerkvist: Pilgrim pá havet (Bonni- ers, 17.50 skr) Fjórða hókin í hinum „kristi- lega“ sagnaflokki sem Lagerkvist hefur fengizt við síðustu 12 árin, fyrri bækur í flokknum eru Barrabbas, Sibyllan og Ahas- verus’ död. Nýja bókin er í beinu framhaldi hinnar síðastnefndu, segir af fáráðum sjó- ræningjum í „leit að guði“. Stíllinn einfald- ur og áhrifamikill eins og vant er um Lager- kvist, hvort sem „heimspekin" sannfærir les- anda eða ekki. Ivar Lo-Johansson: Lyckan (Bonniers, 27.50 skr) Höfundur kallar hók sína sjálfur „sögu um jarðneska ást“, hún er í tengslum við hinn stóra flokk sjálfs-sagna sem hann hefur skrifað um ævi sína undanfarin ár. Lo- Johansson er einn þeirra sem segja skáld- söguna úrelt form, — nema þá endurminn- ingar í skáldsöguformi. Bókin hefur hlotið mikið lof, einkum sjálf ástarsagan umfram útleggingar höfundar af henni. Ekki spillir að „hersögli" bókarinnar hefur hlotið sína athygli og umtal. Per Olof Sundman: Expeditionen (Nor- stedts,24 skr) Sundman er mikill áhugamaður um formgerð skáldsögunnar, hann leggur á; herzlu á ytri lýsingu en hafnar sálfræðilegri greinargerð og könnun, hann er raunsæismað- ur og hefur ekki sízt áhuga á félagstengslum manna. Sögur hans gerast flestar í Norður- Sviþjóð þar sem höfundur býr og starfar sjálfur. Nýja sagan segir frá Afrikuleiðangri, —• fyrirmyndin er leiðangur Stanleys eftir Emin pasja sem lesendur Hvítu-Nílar kann- ast við. Övanaleg og áhrifamikil saga segja gagnrýnendur. Lars Görling: 491 (Bonniers, 24.50 skr) Saga um „afbrotaæsku" i Stokkhólmi, unga drengi ó villigötum og í uppreisn gegn sjálf- um sér og samfélaginu. Bókin hefur hlotið miklar vinsældir í Svíþjóð, síðast BLM- verðlaunin 1962 sem veitt skulu (að atkvæði lesenda tímaritsins) ungum höfundi sem sýnt hafi fra.m á óvanalegt listrænt sjálf- stæði og hæfileika. Gunnar Ekelöf: sent pá jorden med Appen- dix 1962 och En natt vid horisonten (Bonni- ers, 22.50 skr) Gunnar Ekelöf er kannski merkast núlifandi ljóðskáld í Sviþjóð og einn af forvígismönnum módernismans í sænskri ljóðagerð. sent pá jorden er fyrsta hók hans, kom út 1932 og hefur hlotið mikla frægð. Ekelöf hefur siðan stöðugt horfið aftur til viðhorfa og viðfangsefna þessarar hókar sem hann tekur upp í nýjum og nýjum myndum. Hér kemur í fyrsta sinn óbreytt endurútgáfa textans fró 1932 með tvöföld- um „viðbæti“ sem tengir nýtt og gamalt í skáldskap lians. Nils Ferlin: En gammal cylinderhatt (Bonniers, 14.50 skr) Þegar Ferlin lézt lét liann eftir sig nokkur ljóð sem ekkja hans hefur nú leyft að gefin yrðu út. Bókin ber þess merki að höfundur stóð ekki sjálfur að útgáfu hennar, segja gagnrýnendur, en öll ber hún ósvikinn svip höfundar síns og nokkur Ijóð jafnast á við fyrri Ijóð Ferlins. Tomas Tranströmer: Den halvjardiga himlen (Bonniers, 10.50) Tranströmer er )>að Ijóðskáld af yngri kynslóð sem einna mestar vonir eru bundnar við í Svíþjóð. Þetta er þriðja bók hans, en áhrif lians eru þegar mikil í ungri sænskri Ijóðagerð. 60 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.