Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 21

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 21
8. Leifar frá Solutré og Madeleine menningarskeiðum finnast á sömu slóðum og leifar hinnar miklu Aurignac heildar, en svæðið er mun minna. Lifnaðarhættir hafa ekki stór- um breytzt. Afkoman byggist á dýra- veiðum við kuldabeltisskilyrði. Áður tíðkaðist víst ekki að neinu verulegu leyti að skreyta áhöld, nú fara þau að bera margháttaða skreytingu, það bæði munstur og líkneskjuskart, og er geysileg rækt við þetta lögð. Iðjan að skera út dýr og menn í svolítinn kringskerðing heldur velli, en hún var forn. Oftast var skorið í beinin og hornhlutana, hið harða og undurfína efni, í víum sínum og blæbrigðum. Bergmyndaskrúðið þróast stórlega og við háþroska dýramyndanna birtast marglitningar í málaralistinni, lengra var svo ekki náð, alsíðustu verkin, sem eru minni háttar, bæta þá ekki. Lítið mun hafa verið málað á Solu- tré skeiði. Gefur myndafæðin í skyn slíkt. Elztu stigeinkennin á Madeleine tima eru þau, að dregið er lauslega UPP í svörtum línum. Er ekki kúvend- lng í formi frá því, sem tíðkaðist í Aurignac-Périgord hringsveip. Svo fara listamenn að nota breið, svört tórudrög, því næst birtast óluktir fyll- lngar, er breitt úr svörtu, og loks, og ^m í þessum ramma, er farið að skyggja. Svo eru látnar í myndir svartir og rauðir blettir, stundum hvorttveggja, þessum flokki fylgja al- hrúnar myndir. Hástigið eru myndir 1 fleiri en tveimur litum, marglitning- þeir með svartri útlínugerð, og fyrst dregið fyrir að nokkru leyti, því næst alveg. Einhverjir ágætustu marg- litningarnir eru í hellunum Font de Gaume í Dordogne, hann í nánd við Les Eyzies, og í Altamira á Spáni, á flokkurinn fræga fulltrúa á lofti stóra salsins þar, þar sem nautin þyrpast. Alltaf er mikið dálæti á marglitning- unum, en höldum ekki, að allt, sem fyrr kom, séu bernskulegar eða hráa- legar tilraunir. í hinu ólukta flesju- formi var samræmi, og í hinu ein- falda, sem hæfir markvíst, er þróttur og kænska. í eldri stigunum gætir undurfínna blæbrigða. Útlínutórurnar, sem sjást all snemma, og eiginlega ekki sízt tórur í flesjum Madeleine tíma, eru ortar af mýkt og hér troðin tals- verð einstigaleið. Spennan og öll mynd- gerðin getur minnt á blekriss Kín- verja af dýrum. Mýkt dráttanna minn- ir á hið kínverska skrifletur, þegar skrifað er frjálslega og með fremur breiðum pensli og haldið í við sig í drátthraða. Grópunarþróunin er samstíga. Er grafið í berg, hvelft út í berg, og loks er mótað í leir. Lágverpan er mjög ríkjandi, þar sem á annað borð eru skilyrði til að höggva að marki í klett- inn, en þar sem steinninn er mjög harður, grófu menn. Stundum er sama verk bæði grafið og málað. Þróunin varð sú, að séð varð strangar frá hlið en áður og þá ekki snúið í flesjunni, en slíkt var viðhaft í einstökum atriðum í hinum áður- farna hringsveip. Segja má, að í allri dráttlistinni sé útlínan mjög höfuð- atriði og eiginlega kjölur, sem allt er látið hvíla á. Þarna var eiginlega mjög byrjað. Svo var farið að fylla upp í. Sá gangur sést í báðum sveip- FÉLAGSBRÉF 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.