Félagsbréf - 01.06.1963, Side 53
hverju hlutverki að gegna sem menn
ingarstofnun.
Tónlistin í 11 Trovatore er full af
lífi og þrótti, baíði litrík og glæsileg.
Það er eins og maður sé viðstaddur
íburðarmikla skrautsýningu á óvenju-
fallegum melódíum, sem í öllum sín-
um eðlilega einfaldleik búa yfir furðu-
legum tjáningarmætti. Hljómsveitinni
er víða beitt af mikilli snilld, alls stað-
ar yfirvegað og hófsamlega. Hljómur-
inn er því tær og skýr.
Það er ófyrirgefanlegur misskiln-
ingur að halda, að tónlist Verdis sé
frumstæð þó hún sé einföld —
vúlger þó hún sé alþýðleg. Verdi var
blessunarlega laus við kontrapúnktískt
snobberí margra samtíðarmanna sinna.
og hann féll aldrei í þá freistni, sem
svo mjög gerði vart við sig norðan
Alpafjalla, að ofhlaða tónlist sína
vafasömum milliraddahrærigraut eða
ótímabærum mótívum, og aldrei að-
hylltist hann þann up])þembda módern-
isma, sem fylgismenn Wagners mont-
uðu sig af.
Það er erfitt að túlka verk Verdis
á réttan hátt. Tónlist hans verður að
flytja með mikilli nákvæmni, takt-
fast, forðast óþarfa rúbató og fermöt-
ur, en fara eftir flutningsmerkjum,
t.d. áherzlumerkjum, sem fyrirskrifuð
eru út í yztu æsar. Á þessu vill oft
verða misbrestur. Mörgum hættir til
að gera tónlist Verdis dramatíska um
°f, en á hinn bóginn eru aðrir sem
fara að, eins og um slagara væri að
rasða. Hér er því vandratað meðalhóf-
ið. En það tókst danska hljómsveitar-
stjóranum Gerhard Schepelern yfir-
leitt vel á sýningu Þjóðleikhússins.
II Trovatore: Guðmundur Guðjónsson og:
Ingeborg Kjellgjren.
Hann stjórnaði af mikilli röggsemi,
og var auðséð, að hér var þaulvanur
maður að verki. Guðmundur Guð-
jónsson, Guðmundur Jónsson og Jón
Sigurbjörnsson brugðust ekki vonum
manna, en þeir eru allir kunnir sem
reyndir og duglegir söngvarar. Sigur-
FÉLAGSBRÉF 49