Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 56

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 56
„bergir á dýrum veigum", liggur í sólbaði brúnn um allan skrokkinn og baðar sig í silfurtærri tjörn, í kossum hans er „hemjulaus losti.“ En þó að Stefán Júlíusson fjölyrði svo mjög um kosti og ágæti þessa starfsbróður síns, þá tekst honum aldrei að blása í hann lífsanda. Áli Eyberg rís aldrei upp af síðum bókarinnar sem sjálfstæð, lifandi persóna og viðbrögð hans í bók- inni eru fjarri því að koma heim við lýsingu á honum. Hann er síngjarn, smá- smugulegur og leiðinlegur í samræð- um, hugsun hans þokukennd enda þótt varið sé mörgum blaðsíðum undir heilabrot og vangaveltur. Hann skort- ir alla þá reisn sem slíkur maður ætti að vera gæddur, ekkert í fari hans er líklegt að mönnum falli í geð. Les- andinn trúir ekki á ástir hans og á- stríðu, því síður þjáningu hans ævi- langa, hann er í einu orði sagt upp- loginn. Svipuðu máli gegnir um ástmeyna Hildu. Sýnilega þekkir höfundur ekki þá týpu sem hann hefur ætlað sér að lýsa, að minnsta kosti tekst honum ekki að skila henni á blað. Hún er ekki einu sinni „ýkt tímanna tákn, skrípamynd af kynslóð sinni“ eins og Áli Eyberg lýsir henni snemma í bók- inni. Og þrátt fyrir afar nákvæmar og tæmandi lýsingar á „typptum brjóst- um hennar“, hárgreiðslu, öklalagi, mjaðmabyggingu, og hörundslit og þrátt fyrir ítarlega skilgreiningu á þeirri lykt er leggur af kroppi hennar hverju sinni og þrátt fyrir torráðið blik í augum hennar, þá öðlast hún aldrei líf í bókinni. Þess vegna verður allt hennar ástarhjal marklaust og ósatt. í upphafi sögunnar er hún látin tala göslufengið götumál, hún á að vera ótamin og frökk, síðar í bókinni lyppast hún niður og verður eins og vinnukonupísl í aldamótaeldhúsróman og talar sálfræðilegt bull úr þriðja- flokks amerískri kvikmynd. „Þú ert svona hræddur vegna mömmu. Á ég að borga fyrir hennar svik við þig?“ Og: „Þú vilt ekki bjarga mér frá þeirri mynd?“ Og: „Ég á enga tíð! og enga félaga nema þig lengur.“ Og þannig endalaust. Það væri ofrausn að tala um stíl þessarar sögu því hann er ekki til. Höfundi tékst ekki að skapa andrúms- loft né vekja blæ. Bókin skírskotar ekki á neinn hátt til þeirra tíma sem við lifum á, þótt vikið sé að veiðiþjófnaði amerískra hermanna í fjallavötnum og þýzkum húsfreyjum á íslenzum sveita- bæjum. Og málfar sögunnar er brengl- að og uppdiktað, samsuða götumáls og útflattrar forníslenzku svo einkenni- lega sem það kann að hljóma. Höfund- ur hefur sýnilega lagt á sig nokkuð erfiði við að sanka að sér nýyrðum úr reykvísku sem liann leggur í munn unga fólksins í bókinni, eldra fólkið talar í hátíðlegum sveitastíl. En það er ekki lifað mál, það er tilbúið. Fyrir tíu árum féll það í minn hlut að rita umsögn um smásagnasafn Stefáns Júlíussonar, Vitið þér enn —? Þar var fjallað á hófsamlegan og nær- færinn hátt um líf og kjör aðþrengds fólks á krepputímum í Firðinum. Mér féllu vel þær sögur og bar á þær lof- Sögurnar um snjóhús drengjanna og ónotaða kaðalspottann standa mér enn fyrir hugskotssjónum. Þarna skrifaði 52 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.