Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 35

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 35
þú ferð aftur að leiðinu um morguninn því að þá finnurðu pokana tóma á leiðinu. Og það sýnir að faðir þinn hefur tekið alla níu hrútana til sín. Þegar þú finnur pokana tóma á leiðinu skaltu fara með þá heim og láta þá inn. Og eftir nokkra daga kemur faðir þinn sem hefur tekið hrútana alveg áreiðanlega og fyllir alla pokana með peninga. Því að það var faðir þinn sem kom á þig fátæktinni af því að þú hefur aldrei fórnað honum hrútum síðan hann dó. En mundu mig um að láta mig vita nóttina sem þú ferð með hrútana að leiðinu.“ Þegar galdramaðurinn hafði sagt honum þetta þakkaði Ajaiji fyrir sig og svo fór hann. „Hvað sagði galdramaðurinn um fátækt okkar?“ spurði kona Ajaija óðara en hann kom inn. Og Ajaiji sagði henni, heldur en ekki ruglaður í ríminu, hvað galdramaðurinn hafði sagt honum að gera. En þegar hann sagði að hann gæti ekki keypt þessa níu hrúta sagði kona hans kurteislega: „Eigum við þá að deyja svona fátæk? Þó þú hafir selt þig tveimur veðlánurum held ég að þú getir ekki gert þriðja veðlánarann ánægðan líka þó þú seldir þig honum að veði. Þess vegna ætla ég að fara til annars veðlánara og selja mig honum að veði líka. Þannig fáum við peninga til að kaupa níu hrúta og níu poka. Því að ég vil að við losnum úr þessari fátækt eins fljótt og við getum.“ „En hver á að vinna fyrir okkur ef þú selur þig öðrum veðlánara að veði?“ spurði Ajaiji konu sína mjög mæðulega. „Hugsaðu ekki um það, við lifum á því sem okkur leggst til,“ svaraði hún. Daginn eftir fór hún til veðlánara sem fékk henni tíu pund. Svo fór hún og maður hennar með peningana á markaðinn. Til allrar ógæfu nægðu tíu pund ekki til að kaupa níu hrúta en þau nægðu til að kaupa sex hrúta og sex tóma poka. Ajaiji varð alveg ruglaður þegar hann komst á snoðir um þetta. Hann sagði við konu sína að þau skyldu fara heim aftur með peningana. „Ænei, maðurinn minn, kaupum heldur eins marga hrúta og tóma poka og fást fyrir þessi tíu pund. Þú ferð með þá að leiði föður þíns sem fyrstu afborgun. Þú skalt biðja föður þinn að taka við þeim og segist færa honum hina þrjá strax og þú eignast peninga til að kaupa þá. Því ég held að við eyðum pening- unum ef við förum með þá heim og þá losnum við aldrei úr fátæktinni.“ Þegar konan réð honum þessi ráð var Ajaiji henni sammála. Þau keyptu sex hrúta og sex tóma poka og á miðnætti lét Ajaiji hrútana hvern í sinn poka. Hann bar þá hvern fyrir sig að leiði föður síns sem var spölkorn frá þorpinu. Og við gröfina sagði hann frá því að hann skyldi koma með hina hrútana þrjá strax og hann hefði peninga til að kaupa þá. Snemma næsta morgun skundaði hann og kona hans að leiðinu. Þau urðu FÉLAGSBRÉF 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.