Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 49

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 49
samsekt allra manna um mannleg brot. Hið prýðilega erindi þessara höfunda, „boðskapur“ þeirra, skiptir sem sagt öldungis engu máli; hitt skiptir máli að báðir eru þeir mestu galdrameistar- ar í leikhúsinu, geta fengið erindi sínu óvæntan og yfirþyrmandi búning. Durrenmatt er trúlega meiri tækni- meistari þessara tveggja; hann er líka kaldrifjaðri; og ástæðulaust sýnist mér að halda hann eins mikinn hugsuð og heimspeking og hann vill sjálfur vera láta (sbr. athugasemdirn- ar). Frisch er mannlegri, hann seilist til nálægari, jarðneskari vandamála. Og hvað sem möguleikum verkanna líð- ur lánaðist sýningin á Andorru (Þjóð- leikhúsið; leikstjóri Walter Firner) miklu betur; hún var með öllu sann- færandi og í heild einhver hin minnis- stæðasta sem hér hefur sézt um sinn; enn sannaðist að undir nógu næmri og nákvæmri stjórn geta leik- arar Þjóðleikhússins skilað stórvirkj- um. Gunnar Eyjólfsson vann hér enn eitt Ieikafrekið í hlutverki Andra; hann hefur verið sannkallaður máttar- stólpi Þjóðleikhússins í vetur ásamt með Guðbjörgu Þorbjarnardóttur; hún og Valur Gíslason (Móðirin og Kenn- arinn) skiluðu líka sínum hlut með ágætum. Hins vegar réð Kristbjörg Kjeld ekki við hlutverk Barblinar, skilaði hvorki hinum holdlega, ástríðu- fulla þætti persónunnar, né hinum andlega, upphafna (lokaatriðið). Þetta spillti einkum atriðunum með Bessa Bjarnasyni (Hermaðurinn), og raunar samleik þeirra Gunnars þótt hann túlk- aði ágætlega allar geðsveiflur Andra, barnslega einlægni hans, ást hans, sakleysið, þróun hans til hins fékæna, fráhrindandi „júða“. Minnilegastur er þó hinn fágaði, grimmúðugi heildar- svipur leiksins; hópatriðin voru yfir- leitt mjög vel af hendi leyst og skil- merkilega aðgreint hið tvíþætta hlut- verk aukapersónanna, að vera þátttak- endur í Leiknum og „vitni“ hans eftir á; allt yfirbragð sýningarinnar bar vott natinni og nákvæmri innlifun í verkið. Fólkið í Andorru er ekki lifandi fólk, ekki af holdi og blóði; eða öllu heldur: það er aðeins einhliða mynd fólks, persónugervingar. Þetta á jafn- vel við um aðalpersónur verksins, Andra, Barblin, foreldrana; þau eru séð í samhengi „kenningar“ höfund- arins, ekki sem lifandi, sjálfstæðir einstaklingar fyrst og fremst. Sjálfur söguþráðurinn er af einfaldasta tagi með launbarneign og systkinaást sem uppi- stöðu; á þessum reyfaraforsendum ger- ist harmleikur verksins. Þessi gerð leiksins veikir hann óneitanlega fyrir manni þegar hin yfirþyrmandi áhrif sýningarinnar eru liðin hjá. Sama gildir og í enn ríkari mæli um Eðlisfræðing- ana; þar eru persónugervingarnir ýktir, og öfgarnar undirstrikar höf- undur með hvers kyns bellibrögðum. Hér er söguþráðurinn glæfralegur reyfari og leiklausnin leynilögreglu- sögunnar; sú tilviljun sem Diirren- matt skírskotar til í athugasemdum sínum við leikinn er hin útreiknaða „tilviljun“ reyfarans þar sem öllu verður að skipa í mynztur. Það sem úrslitum ræður um áhrifamátt þess- arar hugarleikfimi, eins og Andorru að sínu leyti, er sviðsýn höfundarins, hæfileiki hans að „yrkja með sviðinu“; FÉLAGSBRÉF 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.