Félagsbréf - 01.06.1963, Side 49

Félagsbréf - 01.06.1963, Side 49
samsekt allra manna um mannleg brot. Hið prýðilega erindi þessara höfunda, „boðskapur“ þeirra, skiptir sem sagt öldungis engu máli; hitt skiptir máli að báðir eru þeir mestu galdrameistar- ar í leikhúsinu, geta fengið erindi sínu óvæntan og yfirþyrmandi búning. Durrenmatt er trúlega meiri tækni- meistari þessara tveggja; hann er líka kaldrifjaðri; og ástæðulaust sýnist mér að halda hann eins mikinn hugsuð og heimspeking og hann vill sjálfur vera láta (sbr. athugasemdirn- ar). Frisch er mannlegri, hann seilist til nálægari, jarðneskari vandamála. Og hvað sem möguleikum verkanna líð- ur lánaðist sýningin á Andorru (Þjóð- leikhúsið; leikstjóri Walter Firner) miklu betur; hún var með öllu sann- færandi og í heild einhver hin minnis- stæðasta sem hér hefur sézt um sinn; enn sannaðist að undir nógu næmri og nákvæmri stjórn geta leik- arar Þjóðleikhússins skilað stórvirkj- um. Gunnar Eyjólfsson vann hér enn eitt Ieikafrekið í hlutverki Andra; hann hefur verið sannkallaður máttar- stólpi Þjóðleikhússins í vetur ásamt með Guðbjörgu Þorbjarnardóttur; hún og Valur Gíslason (Móðirin og Kenn- arinn) skiluðu líka sínum hlut með ágætum. Hins vegar réð Kristbjörg Kjeld ekki við hlutverk Barblinar, skilaði hvorki hinum holdlega, ástríðu- fulla þætti persónunnar, né hinum andlega, upphafna (lokaatriðið). Þetta spillti einkum atriðunum með Bessa Bjarnasyni (Hermaðurinn), og raunar samleik þeirra Gunnars þótt hann túlk- aði ágætlega allar geðsveiflur Andra, barnslega einlægni hans, ást hans, sakleysið, þróun hans til hins fékæna, fráhrindandi „júða“. Minnilegastur er þó hinn fágaði, grimmúðugi heildar- svipur leiksins; hópatriðin voru yfir- leitt mjög vel af hendi leyst og skil- merkilega aðgreint hið tvíþætta hlut- verk aukapersónanna, að vera þátttak- endur í Leiknum og „vitni“ hans eftir á; allt yfirbragð sýningarinnar bar vott natinni og nákvæmri innlifun í verkið. Fólkið í Andorru er ekki lifandi fólk, ekki af holdi og blóði; eða öllu heldur: það er aðeins einhliða mynd fólks, persónugervingar. Þetta á jafn- vel við um aðalpersónur verksins, Andra, Barblin, foreldrana; þau eru séð í samhengi „kenningar“ höfund- arins, ekki sem lifandi, sjálfstæðir einstaklingar fyrst og fremst. Sjálfur söguþráðurinn er af einfaldasta tagi með launbarneign og systkinaást sem uppi- stöðu; á þessum reyfaraforsendum ger- ist harmleikur verksins. Þessi gerð leiksins veikir hann óneitanlega fyrir manni þegar hin yfirþyrmandi áhrif sýningarinnar eru liðin hjá. Sama gildir og í enn ríkari mæli um Eðlisfræðing- ana; þar eru persónugervingarnir ýktir, og öfgarnar undirstrikar höf- undur með hvers kyns bellibrögðum. Hér er söguþráðurinn glæfralegur reyfari og leiklausnin leynilögreglu- sögunnar; sú tilviljun sem Diirren- matt skírskotar til í athugasemdum sínum við leikinn er hin útreiknaða „tilviljun“ reyfarans þar sem öllu verður að skipa í mynztur. Það sem úrslitum ræður um áhrifamátt þess- arar hugarleikfimi, eins og Andorru að sínu leyti, er sviðsýn höfundarins, hæfileiki hans að „yrkja með sviðinu“; FÉLAGSBRÉF 45

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.