Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 25

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 25
né með sérstöku tilliti til listarinnar. List efri fornsteinaldar í Evrópu var ekki ein á heimskringlunni allar göt- ur, og má vera, að sýnt muni einhvern tíma fram á skyldleika verka á öðr- um svæðum jarðar við hin ofan- nefndu á ljósari hátt en hingað til virðist hafa tekizt. Beins skyldleika vegna virðist margs að Leita í Afriku. Biins og auðvelt er að sjá, er hér og eiginlega kafli, sem tengist ýmsum öðrum að efni og átt. Má þar helzt nefna list nýsteinaldar, frumstæðra þjóða á ýmsu stigi og loks það, sem kallað er nútímalist einu nafni og átt við róttæka stefnu. Fagurfræðin á mjög eftir að ])lægja hér akur og öll almenn listasaga, einnig trúarbragða- sagan, sem hefur farið að láta sig forsöguna skipta, svo erfitt sem það nú er, þegar tímarnir skýrast ekki í rituðu máli. Og aldrei sjást heildir hér vel, nema til komi nokkur þjóð- fræðileg greining og til sé dregið úr því, sem forsagan kennir okkur um þróun samfélaganna á jörðinni og feril. Grelnin er að stofnl til erindi, er ég hef haldið nokkrum sinnum. 1 þessum búningi er erindið orðið nær hálfu lengra. Ég vil að lokum benda á tvær prentvillur í fyrri hluta greinarinnar, sem skylt er að biðjast afsök- unar á. Á bls. 8 stendur í 2. dálki, 10. línu: ,,Þegar Wiirmskeiðið hefst...." Þetta á að vera: ,,Þegar Riss-Wurmskeiðið hefst....“ Á bls. 14, 2. dálkl, 12. línu, er svo ritað Lespugne, en rétt mynd þessa staðarheitis er Lespugue. Þ. G. Höfundatal ASalgcir Kristjánsson, cand mag., skjala- vörður við Þjóðskjalasafnið, hefur áður rit- að í Félagsbréf, m.a. um Konráð Gíslason (9, 1958) og Brynjólf Pétursson (18, 1960). Hann hefur gefið út bréf Konráðs Gíslason- ar, Undir vorhimni, 1961. Évgéní Évtúsjenko, fæddur 1933, er eins og menn vita af blaðafregnum miklu frægastur ungra skálda í Sovétríkjunum um þessar mundir. Hann var einn þeirra sem Krústjoff beindi skeytum að í hinni frægu ræðu sinni til listamanna í vetur. Allmörg ljóð eftir Kvtúsjenko hafa birzt í íslenzkum tímarit- um undanfarið, mörg í þýðingu Geirs Kristjánssonar sem margt hefur þýtt úr rúss- nesku m.a. Tilraun til sjálfsœvisögu og LjóS eftir Boris Pasternak sem Helgafell gaf út 1960. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, fæddur 1938, stúdent 1958 í Reykjavík. Tónlistarnám í Reykjavík (Tónlistarskólinn) og síðan í Þýzkalandi, lauk prófi í tónsmíðum 1962. Fyrsta verk Atla sem flutt var á íslandi var Hlými, verk fyrir litla hljómsveit, sem Musica nova frumflutti í apríl s.l., en áður hafði verk eftir hann verið flutt í Þýzka- landi. Atli Heimir hefur nú ýmsar nýjar tónsmíðar á prjónunum. FÉLAGSBRÉF 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.