Félagsbréf - 01.06.1963, Side 25

Félagsbréf - 01.06.1963, Side 25
né með sérstöku tilliti til listarinnar. List efri fornsteinaldar í Evrópu var ekki ein á heimskringlunni allar göt- ur, og má vera, að sýnt muni einhvern tíma fram á skyldleika verka á öðr- um svæðum jarðar við hin ofan- nefndu á ljósari hátt en hingað til virðist hafa tekizt. Beins skyldleika vegna virðist margs að Leita í Afriku. Biins og auðvelt er að sjá, er hér og eiginlega kafli, sem tengist ýmsum öðrum að efni og átt. Má þar helzt nefna list nýsteinaldar, frumstæðra þjóða á ýmsu stigi og loks það, sem kallað er nútímalist einu nafni og átt við róttæka stefnu. Fagurfræðin á mjög eftir að ])lægja hér akur og öll almenn listasaga, einnig trúarbragða- sagan, sem hefur farið að láta sig forsöguna skipta, svo erfitt sem það nú er, þegar tímarnir skýrast ekki í rituðu máli. Og aldrei sjást heildir hér vel, nema til komi nokkur þjóð- fræðileg greining og til sé dregið úr því, sem forsagan kennir okkur um þróun samfélaganna á jörðinni og feril. Grelnin er að stofnl til erindi, er ég hef haldið nokkrum sinnum. 1 þessum búningi er erindið orðið nær hálfu lengra. Ég vil að lokum benda á tvær prentvillur í fyrri hluta greinarinnar, sem skylt er að biðjast afsök- unar á. Á bls. 8 stendur í 2. dálki, 10. línu: ,,Þegar Wiirmskeiðið hefst...." Þetta á að vera: ,,Þegar Riss-Wurmskeiðið hefst....“ Á bls. 14, 2. dálkl, 12. línu, er svo ritað Lespugne, en rétt mynd þessa staðarheitis er Lespugue. Þ. G. Höfundatal ASalgcir Kristjánsson, cand mag., skjala- vörður við Þjóðskjalasafnið, hefur áður rit- að í Félagsbréf, m.a. um Konráð Gíslason (9, 1958) og Brynjólf Pétursson (18, 1960). Hann hefur gefið út bréf Konráðs Gíslason- ar, Undir vorhimni, 1961. Évgéní Évtúsjenko, fæddur 1933, er eins og menn vita af blaðafregnum miklu frægastur ungra skálda í Sovétríkjunum um þessar mundir. Hann var einn þeirra sem Krústjoff beindi skeytum að í hinni frægu ræðu sinni til listamanna í vetur. Allmörg ljóð eftir Kvtúsjenko hafa birzt í íslenzkum tímarit- um undanfarið, mörg í þýðingu Geirs Kristjánssonar sem margt hefur þýtt úr rúss- nesku m.a. Tilraun til sjálfsœvisögu og LjóS eftir Boris Pasternak sem Helgafell gaf út 1960. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, fæddur 1938, stúdent 1958 í Reykjavík. Tónlistarnám í Reykjavík (Tónlistarskólinn) og síðan í Þýzkalandi, lauk prófi í tónsmíðum 1962. Fyrsta verk Atla sem flutt var á íslandi var Hlými, verk fyrir litla hljómsveit, sem Musica nova frumflutti í apríl s.l., en áður hafði verk eftir hann verið flutt í Þýzka- landi. Atli Heimir hefur nú ýmsar nýjar tónsmíðar á prjónunum. FÉLAGSBRÉF 21

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.