Félagsbréf - 01.06.1963, Qupperneq 38

Félagsbréf - 01.06.1963, Qupperneq 38
JÖKULL JAKOBSSON Hjólnöfur eða brennidepill ? I. Ekki er ýkja langt síðan frægasti skáldsagnahöfundur vor lýsti því yfir sem mörgum þótti raunar ekki nýmæli: að skáldsagnaformið væri gengið sér til húðar, skáldsagan væri dauð. Og sneri sér síðan að öðrum verkefnum með umdeildum árangri. Það kann því ýmsum að þykja goð- gá þegar rithöfundur nú á dögum sendir frá sér skáldsögubálk, heila trílógíu, upp á nær 600 síður eins og ekkert hafi í skorist. Slík verk þóttu góðra gjalda verð áður en hraðinn tók sér bólfestu í sál mannsins og svipti hann allri eirð. Nú á öld spútníka og espressómaskína þykir ekki annað form hæfa betur en ljóðið eða leikritið. Ljóð eru fljótlesin og meltanleg í smá- um skömmtum og það er svipað að- hald að fara í leikhús og bregða sér í bað: menn hlaupa ógjarnan út fyrr en athöfninni er lokið. En það er furðu margt í nútímaþjóðfélagi sem glepur þann sem af einurð ætlar sér að komast í gegnum umfangsmikið epískt verk Stefán Jónsson: Vegurinn að brúnni. Heimskringla 1963. 583 bls. í þremur bindum: útvarp, dagblöð, loftborar, stimpilklukkur, strætisvagn- ar, bíó og vinnutími, partí og póli- tík, barneignir og barmennska, sím- inn glymjandi alla daga. Og þannig mætti lengi telja. Það þarf meira en meðalhöfund til að vega upp á móti öllum þessum ósköpum. II. Nú er síður en svo að Stefán Jóns- son æpi hástöfum eða setji sig í ann- arlegar stellingar til að ná athygli les- andans á þessari hávaðaöld. Vegurinn að brúnni er rituð í hefðbundnu formi, hvergi er gerð tilraun til að endur- nýja búning skáldsögunnar. Stefán not- ar einmitt það form sem fengið hafði dánarvottorð hjá voru ágæta nóbel- skáldi. Nú eru þess dæmi í sögu bókmennt- anna að þá hafi fyrst nýtt líf fært eitt bókmenntaform í æðra veldi þegar það sama form var liðið undir lok. Nægir að benda á Don Quixote eftir Cervantes, Heljarslóðarorrustu eftir Gröndal. Örn Arnarson, vort ágæta ljóðskáld, orti rímur með góðum ár- angri. En það er eftirtektarvert að þá er formið notað sem skopstæling og 34 FÉLAGSBRÉF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.