Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 26

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 26
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON Samtíðardómar um Jónas Hallgrímsson Mörgum þeim, sem nú lifa og lesa kvæði Jónasar Hallgrímssonar, mun án efa þykja það kynleg saga, að Ijóðum hans hafi ekki verið tekið tveim hönd- um, jafnskjótt og þau komu fyrir augu íslenzkra lesenda, að þeim hafi ekki verið ljóst, að með þeim var „runninn ný öld yfir bókmenntir íslands; yfir ísland sjálft“, eins og Halldór Kiljan Laxness segir í forspjalli að síðustu útgáfu kvæða Jónasar. Því miður eru fáar heimildir um þann dóm, sem kvæð- in hlutu í fyrstu. Þau bárust hér til lands prentuð á lausum blöðum og svo í Fjölni, og ekki er að efa, að svo óvinsælt rit sem Fjölnir hefur verið illa til þess fallið að afla skáldinu og kvæðum hans vinsælda. Flestir framá- menn þjóðarinnar höfðu horn í síðu ritsins, og í augum þeirra var Jónas ekki annað en drykkfelldur og emb- ættislaus ráðleysingi, enda segir Gröndal í Dægradvöl, að kerling ein hafi lofað guð, þegar hún frétti, að hann væri dáinn, og Gröndal ber ekki óvandaðri mann en Jón Guðmundsson fyrir sögunni. Einn fyrsti dómur um kveðskap Jónasar, sem með nokkrum líkum má telja, að eigi sér sögulegar rætur, eru ummæli Bjarna Thorarensens, er hann hafði lesið kvæðið Gunnarshólma og sagt, að sér mundi bezt að hætta að yrkja. Og þegar fundum þeirra Jónasar bar saman í Reykjavík snemm- sumars 1841, segir sagan, að þá hafi Bjarni klappað á öxlina á Jónasi og sagt: „Þegar ég dey, verður þú eina þjóðskáldið okkar, Jónas minn“. Margt bendir til, að þessi saga sé að minnsta kosti eitthvað brengluð. Þeir Jónas og Bjarni þúuðust ekki. Sigurður Guð- nnindsson skólameistari segir, að mál- farið á sétningunni sé líkara orðfæri Jónasar en Bjarna, en það þarf ekki að sanna, að sagan sé uppspuni, þó að hún sé komin til okkar með orðalagi Jónasar. í yfirlýsingu, sem Steingrímur hisk- up Jónsson gaf í sambandi við um- sókn Jónasar um prestakall, getur hann þess, m.a., að Jónas sé „et poe- tiskt Geni“ og hafi sýnt það bæði á íslenzku og dönsku máli. Þessi yfir- lýsing Steingríms hefur sennilega fylgt umsókn Jónasar um Reykholt árið 1839. Fyrstu ummæli Gríms Thomsens um kveðskap Jónasar voru ekki eins lofsarn- leg. Benedikt Gröndal segir í Dægra- dvöl, að Grímur hafi sí og æ haft á vör- unum um þá Bjarna og Jónas: „Bjarni 22 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.