Félagsbréf - 01.06.1963, Síða 26

Félagsbréf - 01.06.1963, Síða 26
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON Samtíðardómar um Jónas Hallgrímsson Mörgum þeim, sem nú lifa og lesa kvæði Jónasar Hallgrímssonar, mun án efa þykja það kynleg saga, að Ijóðum hans hafi ekki verið tekið tveim hönd- um, jafnskjótt og þau komu fyrir augu íslenzkra lesenda, að þeim hafi ekki verið ljóst, að með þeim var „runninn ný öld yfir bókmenntir íslands; yfir ísland sjálft“, eins og Halldór Kiljan Laxness segir í forspjalli að síðustu útgáfu kvæða Jónasar. Því miður eru fáar heimildir um þann dóm, sem kvæð- in hlutu í fyrstu. Þau bárust hér til lands prentuð á lausum blöðum og svo í Fjölni, og ekki er að efa, að svo óvinsælt rit sem Fjölnir hefur verið illa til þess fallið að afla skáldinu og kvæðum hans vinsælda. Flestir framá- menn þjóðarinnar höfðu horn í síðu ritsins, og í augum þeirra var Jónas ekki annað en drykkfelldur og emb- ættislaus ráðleysingi, enda segir Gröndal í Dægradvöl, að kerling ein hafi lofað guð, þegar hún frétti, að hann væri dáinn, og Gröndal ber ekki óvandaðri mann en Jón Guðmundsson fyrir sögunni. Einn fyrsti dómur um kveðskap Jónasar, sem með nokkrum líkum má telja, að eigi sér sögulegar rætur, eru ummæli Bjarna Thorarensens, er hann hafði lesið kvæðið Gunnarshólma og sagt, að sér mundi bezt að hætta að yrkja. Og þegar fundum þeirra Jónasar bar saman í Reykjavík snemm- sumars 1841, segir sagan, að þá hafi Bjarni klappað á öxlina á Jónasi og sagt: „Þegar ég dey, verður þú eina þjóðskáldið okkar, Jónas minn“. Margt bendir til, að þessi saga sé að minnsta kosti eitthvað brengluð. Þeir Jónas og Bjarni þúuðust ekki. Sigurður Guð- nnindsson skólameistari segir, að mál- farið á sétningunni sé líkara orðfæri Jónasar en Bjarna, en það þarf ekki að sanna, að sagan sé uppspuni, þó að hún sé komin til okkar með orðalagi Jónasar. í yfirlýsingu, sem Steingrímur hisk- up Jónsson gaf í sambandi við um- sókn Jónasar um prestakall, getur hann þess, m.a., að Jónas sé „et poe- tiskt Geni“ og hafi sýnt það bæði á íslenzku og dönsku máli. Þessi yfir- lýsing Steingríms hefur sennilega fylgt umsókn Jónasar um Reykholt árið 1839. Fyrstu ummæli Gríms Thomsens um kveðskap Jónasar voru ekki eins lofsarn- leg. Benedikt Gröndal segir í Dægra- dvöl, að Grímur hafi sí og æ haft á vör- unum um þá Bjarna og Jónas: „Bjarni 22 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.