Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 53

Félagsbréf - 01.06.1963, Blaðsíða 53
hverju hlutverki að gegna sem menn ingarstofnun. Tónlistin í 11 Trovatore er full af lífi og þrótti, baíði litrík og glæsileg. Það er eins og maður sé viðstaddur íburðarmikla skrautsýningu á óvenju- fallegum melódíum, sem í öllum sín- um eðlilega einfaldleik búa yfir furðu- legum tjáningarmætti. Hljómsveitinni er víða beitt af mikilli snilld, alls stað- ar yfirvegað og hófsamlega. Hljómur- inn er því tær og skýr. Það er ófyrirgefanlegur misskiln- ingur að halda, að tónlist Verdis sé frumstæð þó hún sé einföld — vúlger þó hún sé alþýðleg. Verdi var blessunarlega laus við kontrapúnktískt snobberí margra samtíðarmanna sinna. og hann féll aldrei í þá freistni, sem svo mjög gerði vart við sig norðan Alpafjalla, að ofhlaða tónlist sína vafasömum milliraddahrærigraut eða ótímabærum mótívum, og aldrei að- hylltist hann þann up])þembda módern- isma, sem fylgismenn Wagners mont- uðu sig af. Það er erfitt að túlka verk Verdis á réttan hátt. Tónlist hans verður að flytja með mikilli nákvæmni, takt- fast, forðast óþarfa rúbató og fermöt- ur, en fara eftir flutningsmerkjum, t.d. áherzlumerkjum, sem fyrirskrifuð eru út í yztu æsar. Á þessu vill oft verða misbrestur. Mörgum hættir til að gera tónlist Verdis dramatíska um °f, en á hinn bóginn eru aðrir sem fara að, eins og um slagara væri að rasða. Hér er því vandratað meðalhóf- ið. En það tókst danska hljómsveitar- stjóranum Gerhard Schepelern yfir- leitt vel á sýningu Þjóðleikhússins. II Trovatore: Guðmundur Guðjónsson og: Ingeborg Kjellgjren. Hann stjórnaði af mikilli röggsemi, og var auðséð, að hér var þaulvanur maður að verki. Guðmundur Guð- jónsson, Guðmundur Jónsson og Jón Sigurbjörnsson brugðust ekki vonum manna, en þeir eru allir kunnir sem reyndir og duglegir söngvarar. Sigur- FÉLAGSBRÉF 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.