Félagsbréf - 01.06.1963, Side 59

Félagsbréf - 01.06.1963, Side 59
Og náttúruelskandi; í beztu ljóðum hans er einfaldri, stundum dálítið óljósri, tilfinningu fenginn einfaldur ljcðrænn búningur, en ]>ar fyrir yfrið vandaður og fágaður; þessi ljóð eru gjarna náttúrumyndir. Dæmi þess hátt- ar ljóða úr Heiðnuvötnum eru Um Glókoll og sumartuiiglið, Butraldi, Fiðluklettar, Vorstef á ýli, Á ferð; með þessum ljóðum skipar Þorsteinn Valdimaisson sér sess með hinum hug- þekkari skáldum okkar. í stað þess að fjölyrða um þessi prýðilegu litlu Ijóð leyfi ég mér að tilfæra hér hið síðastnefnda; það er dæmi þess hver Þorsteinn er þar scm hann er beztur: Ondvert rís brattur ásinn — óttusvalinn ber angan að vitum mér frá regnvotum birkigreinum — þungfær vagninn, þreytan og þokan í regnvotum greinum — og vegurinn þar sem bann kemur ofan klifið framundan mér með knippi af morgungeislum brumandi á herðum sér. Ó. J. ■Fingraœfingar Jökull Jakobsson: Næturheimsókn. Sögur. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1962. í þessari bók Jökuls Jakobssonar eru sex smásögur, og er það úrval úr sögum þeim sem hann hefur skrifað á allmörgum undanförnum árum og birt á víð og dreif í blöðum og tíma- ritum. Viðfangsefni Jökuls eru gjarna ,.tímabær“ og stundum með gagnrýnis- broddi, frásagnarhátturinn einfaldur í sniðum, raunsær; sögurnar bera allar vott hlýlegri samúð með lítilsmegandi smáfólki, sem a.m.k. stundum má sjá sem fulltrúa horfinna lífshátta á ís- landi (sbr. Jafnvægi í byggð lands- ins). Skip koma aldrei aftur, elzta sagan í bókinni og sú sem stendur þar fremst, sker sig helzt úr; þar er stíll- inn óeðlilega upphafinn og hátíðlegur, mætti jafnvel kalla hann forskrúfaðan. Eg hef áður vikið að hinum róman- líska og dálítið hátíðlega mannskiln- ingi Jiikuls (þar sem rætt var um leik- ritið Hart í bak í Félagsbréfi 28) og vanda hans að samræma þennan skiln- ing raunsærri umhverfislýsingu; hér má sjá þessi vandkvæði í frummynd. J öðrum sögum bókarinnar leggur Jökull minni stund á persónukönnun; þær eru uppmálamr „raunsærra“ mannlífsmynda með hefðbundið og kunnuglegt sögufólk í blutverkum. Hér eru gamlir bændur, einn uppflosnað- ur og orðinn klósettmaður á mölinni, annar með falleraða dóttur endur- heimta úr Reykjavík; hér er gömul kona sem unni bezt gauksunganum í hreiðrinu; hér eru kokkálaðir smáborg- arar, annar varnarlaus gegn reykvískri v.ertshússhetju, hinn gegn borðalögðu „varnarliði“. Síðastgreinda sagan (Far- ið uppá Skaga) er hin eina í bókinni sem er í hreinum vikublaðsstíl, en þar fyrir er hún á sinn hátt hnyttin og hittin, sbr. broddinn í sögulokin. Söguefni brestur Jökul Jakobsson FÉLAGSBRÉF 55

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.