Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 6

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 6
síðar komist inn í verkin sem þeir áður þekktu. Þeir geta skemmt sér við að rekja feril þessara hugsana, séð hvernig þær eru látnar takast á við önnur viðhorf í lifandi vef verkanna, þeir fá einnig að vita ýmislegt um muninn sem er á sögumanni og höfundinum sem einstaklingi. Eða þá að þeir geta reynt að finna svör við því, hvort ljóðmælandi eða skáld er að fela eitthvað það í verkum sínurn sem hann svo ljóstrar upp þegar hann situr við dagbókaskriftir eða bréfaskriftir og uggir ekki að sér. Þegar Sigurður Nordal var að búa til prentunar úrval úr Andvökum Stephans G. Stephanssonar og skrifa formála að því, kveðst hann hafa „leitað dauðaleit að einhverjum höggstöðum á honum í bréfum hans, þessum sæg af einkabréfum til alls konar manna, sem honurn gat aldrei til hugar komið, að yrðu birt almenningi". Sigurður kveðst hafa freistast til þessa vegna þess að honurn hafi stundum fundist Stephan „þreyt- andi gallalaus" og vonaði að hann yrði skemmtilegra viðfangsefni ef finna mætti „öfgar eða veilur í skapferli hans". „En," segir hann, „eg reið ekki feitum hesti frá þeirri leit. Ef nokkuð er að mununum, er maðurinn, sem kemur fram í bréfunum, enn grómlausari en kvæðin sýna, gætnari og grandvarari, hárvissari í dómum á sjálfan sig og skilningi á sjálfum sér. Allt, sem eg hef þótzt athuga skást um Stephan, hafði lrann séð betur sjálfur. Eg hef gefizt upp fyrir honum, setzt við fótskör hans" (Andvökur, formáli bls. LXX). Þegar ég var beðinn um að taka saman nokkurn fróðleik um annan aldamótamann, Anton Tsjekhov, og styðjast þá við bréf hans og minnis- bækur, var ég að sönnu ekki að leita að neinu til að „dekonstrúera" þá mynd af skáldinu sem ég hafði gert mér. Ekki að leita að einhverjum höggstöðum á honum. En niðurstaðan er ósköp svipuð og hjá Sigurði Nordal: Sá sem bréfin les, gefst upp fyrir höfundi þeirra og vill gjarna setjast við fótskör hans. Kalla á hann í te. Hlusta á hann spinna upp sögur í undarlegu samspili gamans og alvöru. Labba með honum út í skóg og heyra hann segja: „Mikill lúxus er náttúran. Ég gæti sem best tekið hana og étið." Tsjekhov sagði um landa sinn, vin og kollega, Maxím Gorkí, að líklega kæmi sá tími að verk hans gleymdust, en „sjálfum honum munu menn varla gleyma, ekki einu sinni eftir þúsund ár" (XII, 530). í þessu birtist viss vantrú Tsjekhovs á langlífi bókmennta - en urn leið sú virðing fyrir manninum sem hann vildi gera sér að nautn og var um rætt hér að ofan: Ágætur maður á það skilið að lifa lengi. Kannski er líf hvers og eins það listaverk sem mestu um munar? B I A RT U R O G F R Ú E M l LÍ A 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.