Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 21

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 21
skilningsríkri") og því kemur mér til hugar í nærveru hans að konan mín geti líkst honum. Eg lofa því að verða frábær eiginmaður, en gefið mér konu sem væri eins og tunglið og birtist ekki á himni mínurn á hverjum degi: Ekki fer ég að skrifa betur við það að kvænast (XII, 78). Kvenfælni? Eða sígildur ótti skáldsins við að glata næmi sínu og fersk- leika og frelsi í hjúskap og fjölskyldustússi eða hverju því sem getur orðið vani? Hver veit. VI. Tsjekhov þekkti skáldaríg ekki verr en hver annar og segir margt neyðarlegt um öfund og afbrýði og aðrar stimpingar í hópi kollega sinna. Hann var heldur ekkert yfir sig hrifinn (með örfáum undantekn- ingum þó) af því sem menn voru að skrifa á hans dögum, hvorki hann sjálfur né heldur aðrir. En hann lætur þessa hluti aldrei ráða ferðinni í samskiptum sínum við aðra rithöfunda. Það er snar þáttur af andlegu örlæti hans, að hann kann bæði að gleðjast yfir sigrum annarra, og að hann gefur sér tíma til að lesa yfir handrit sem honum eru send og ekki barasta koma þeim á framfæri við ritstjóra heldur liggja yfir þeim og gefa höfundunum leiðbeiningar. Honum leiðist þetta stundum, kvartar til dæmis yfir stúdentum sem láti hann ekki í friði með þykkum hand- riturn og ljóðamergð og „allt er það tilgerðarlegt, gáfulegt, göfugt og hæfileikasnautt" (XI, 373). En hann færist samt ekki undan og heldur áfram að leggja þeim lið sem til hans leita, hvað sem tautar og raular. Uppalarinn er hér að verki eins og á öðrum sviðum og vinnur vel og samviskusamlega og af sannri samúð. Um höfund einn, Leontév- Sjeglov, kemst hann svo að orði, að hann sé ágætis náungi, en honum hætti til að missa móðinn: „Það þarf sífellt að ýta við honum og trekkja hann upp eins og klukku... Við skrifumst á" (XI,188). Þessar upptrekk- ingar Tsjekhovs ná langt út fyrir hlýleg uppörvunarorð, sem hann sparar reyndar hvergi. Hann sýnir bréfavinum sínum fulla virðingu, fjallar ítarlega um verkin sem þeir senda og hikar ekki við að leggja til við þá að þeir geri róttækar breytingar á þeirn ef svo ber undir, bæði að því er varðar sjálfa framvindu sögunnar, persónusafnið í henni og sjálfan grunntón verksins. Dæmigerð ráðlegging hans til byrjanda (hér Avílovu) gæti litið svona út: T í marit um bókmenntir og leiklist 19

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.