Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Síða 21

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Síða 21
skilningsríkri") og því kemur mér til hugar í nærveru hans að konan mín geti líkst honum. Eg lofa því að verða frábær eiginmaður, en gefið mér konu sem væri eins og tunglið og birtist ekki á himni mínurn á hverjum degi: Ekki fer ég að skrifa betur við það að kvænast (XII, 78). Kvenfælni? Eða sígildur ótti skáldsins við að glata næmi sínu og fersk- leika og frelsi í hjúskap og fjölskyldustússi eða hverju því sem getur orðið vani? Hver veit. VI. Tsjekhov þekkti skáldaríg ekki verr en hver annar og segir margt neyðarlegt um öfund og afbrýði og aðrar stimpingar í hópi kollega sinna. Hann var heldur ekkert yfir sig hrifinn (með örfáum undantekn- ingum þó) af því sem menn voru að skrifa á hans dögum, hvorki hann sjálfur né heldur aðrir. En hann lætur þessa hluti aldrei ráða ferðinni í samskiptum sínum við aðra rithöfunda. Það er snar þáttur af andlegu örlæti hans, að hann kann bæði að gleðjast yfir sigrum annarra, og að hann gefur sér tíma til að lesa yfir handrit sem honum eru send og ekki barasta koma þeim á framfæri við ritstjóra heldur liggja yfir þeim og gefa höfundunum leiðbeiningar. Honum leiðist þetta stundum, kvartar til dæmis yfir stúdentum sem láti hann ekki í friði með þykkum hand- riturn og ljóðamergð og „allt er það tilgerðarlegt, gáfulegt, göfugt og hæfileikasnautt" (XI, 373). En hann færist samt ekki undan og heldur áfram að leggja þeim lið sem til hans leita, hvað sem tautar og raular. Uppalarinn er hér að verki eins og á öðrum sviðum og vinnur vel og samviskusamlega og af sannri samúð. Um höfund einn, Leontév- Sjeglov, kemst hann svo að orði, að hann sé ágætis náungi, en honum hætti til að missa móðinn: „Það þarf sífellt að ýta við honum og trekkja hann upp eins og klukku... Við skrifumst á" (XI,188). Þessar upptrekk- ingar Tsjekhovs ná langt út fyrir hlýleg uppörvunarorð, sem hann sparar reyndar hvergi. Hann sýnir bréfavinum sínum fulla virðingu, fjallar ítarlega um verkin sem þeir senda og hikar ekki við að leggja til við þá að þeir geri róttækar breytingar á þeirn ef svo ber undir, bæði að því er varðar sjálfa framvindu sögunnar, persónusafnið í henni og sjálfan grunntón verksins. Dæmigerð ráðlegging hans til byrjanda (hér Avílovu) gæti litið svona út: T í marit um bókmenntir og leiklist 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.