Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 24

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 24
VII. Tsjekhov eignaðist snemma marga ákafa aðdáendur. Þegar blaðamenn líktu honum við annan höfund nú gleymdan, rauk vinur hans Glígorovítsj upp sárreiður og sagði: „Sá gaur er nú ekki verður þess að kyssa fótspor þeirrar veggjalúsar sem beit Tsjekhov!" (Tsjúkovskí, 444). En Tsjekhov var sjálfur ekki í sínum aðdáendahóp. Fáir höfundar fara jafnóvirðulegum orðum og hann um eigin verk. Hann kveðst vera að krota einhvern auman grínleik, hripa niður einhverjar leiðindasögur, smámuni eintóma og hégóma. Hann virðist af einlægni forviða á því að virtir höfundar eins og Glígorovítsj og Korolenko sýni honum velvild og áhuga. Gott dæmi um allt þetta má finna í bréfi til Korolenkos frá 1887 (XI, 161): Af öllum þeim Rússum sem nú skrifa með sæmilegum árangri er ég sá léttúðugasti og alvörulausasti, svo ég taki nú skáldlega til orða þá elskaði ég mína hreinu gyðju, en sýndi henni ekki virðingu, hélt fram hjá henni og fór oftar en ekki með henni á þá staði þar sem ekki er við hæfi að hún sýni sig. Þér aftur á móti eruð áreiðanlegur, traustur og trúr. Stundum er þessi sjálfsgagnrýni rétt eins og gamansamt nöldur, eins og þegar hann segir um merkustu og grimmustu ádrepusögu sína, „Stofu nr. 6", að hún sé „afskaplega leiðinleg, enda enga konu þar að finna og ástamálin hvergi nálæg" (XI, 570). Þetta má svo túlka á fleiri vegu. Má vera að Tsjekhov beiti þessum hálfkæringi eins og til að minna sig á að hann megi ekki ofmetnast, meir en nóg fyrir af skáldadrambi í heiminum - enn og aftur er hann að ala sjálfan sig upp! En hér er fleira á ferðinni: Tsjekhov er oftar en ekki að refsa sjálfum sér fyrir að hann taki ekki nógu alvarlega rithöfundarstarf sitt, starf sem þá var einatt fellt undir hið rómantíska og göfuga heiti köllun. Snemma í bréfasafni hans er að finna sígilda kvörtun ungs skálds um að aðstæðurnar séu að drepa hann: Ég skrifa við andstyggilegustu aðstæður. Mín bíður ekki bókmenntastarf, sem danglar duglega í samviskuna, í næsta herbergi æpir krakki gestkom- andi ættingja, í öðru herbergi er pabbi að lesa upphátt fyrir mömmu úr Englinum minnisstæða... einhver hefur trekkt upp spiladós, og ég heyri „Helenu fögru"... Fyrir skrifandi mann er erfitt að ímynda sér viðbjóðslegri aðstæður (XI, 31). B I A R T U R O C F R U E M 1 L 1 A 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.