Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 31

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 31
dásamlega rithöfunda" (XII, 207). Undanskilið er þá væntanlega að ekki veitti Rússlandi af hugrökkum mönnum í rithöfundastétt. I Rússlandi sjálfu fannst honum mest til þess koma hvílík áhrif Tolstoj gat haft á umræðu og hugsunarhátt. Þeir voru ólíkir menn: Vond eru leikrit Shakespeares, sagði Tolstoj við Tsjekhov, en yðar eru > þó mun verri! Og Tsjekhov sjálfur gat svosem reiðst ýmsu því sem hann taldi heimskulegt og fáránlegt í skrifum Tolstojs (t.d. verkum eins og Kreutzersónötunni þar sem kynlífið er gert að einu helsta böli mann- kynsins) og hrópar upp af því tilefni: „Fjandinn hirði heimspeki mikil- mennanna í þessum heimi! Allir eru þessir miklu vitringar harðstjórar á við generála, og kunna sig ekki fremur en generálar, vegna þess að þeir eru vissir um að enginn geti tekið í lurginn á þeim" (XI, 522). Samt gerir hann sér grein fyrir því að höfundur á borð við Tolstoj getur í landi eins og Rússlandi orðið einskonar „ríkisstjórn við hlið valdhafanna" (orðalag Solzhenytsins) og hann kvíðir mjög fyrir því að Tolstoj hverfi af vettvangi: Ef hann deyr þá myndast í lífi mínu mikil eyða. I fyrsta lagi hefur mér ekki þótt vænna um nokkurn mann annan, ég er maður trúlaus, en af öllum trúm t tel ég einmitt hans trú mér nákomnasta og hæfa mér best. I öðru lagi: Meðan Tolstoj er til í bókmenntunum þá er auðvelt og ánægjulegt að vera rithöf- undur, það er meira að segja ekki eins skelfilegt að gera sér grein fyrir því að maður hefur ekki gert neitt og mun ekki gera, vegna þess að Tolstoj vinnur fyrir okkur alla. Starf hans er réttlæting á þeim vonum og fyrirheitum sem menn tengja við bókmenntir. í þriðja lagi: Tolstoj stendur traustum fótum, hann hefur gífurlegt áhrifavald og meðan hann lifir munu sitja í skugga langt í burtu afleitur smekkur allskonar, lágkúra, frek og tárvot, sem og ruddaleg og illfús sjálfshyggja. Það er aðeins siðferðilegt kennivald hans sem getur haldið uppi svonefndum bókmenntastefnum og straumum. An hans væri þetta hjörð án hirðis eða grautur sem erfitt væri að komast til botns í (XII, 396). ► Þversögnin enn og aftur: Tsjekhov óttast það að miklir höfundar mis- brúki frægð sína og áhrifavald til að breiða út skoðanir sem hann telur fáránlegar (já og er yfirleitt hægt að veita nokkur svör við spurningum lífsins?). En á hinn bóginn saknar uppalarinn í honum kennivalds sem eins og „gætir sauða minna" svo þeir fari sér ekki að voða í hretum lífsins! Tímarit u m bókmenntir og leiklist 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.