Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 42

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 42
sé við hlið þeirra, rétt eins og Olga ívanovna í „Friðrildinu". Eða þá að þeir eru bundnir í báða skó og komast hvergi, rétt eins og elskendurnir í „Konunni með hundinn". Ástin er það sem ekki getur orðið. Stundum er þetta eilífðardæmi, ástin sem varð úti í hretum lífsins, tengt einhverjum stórmálum staðar og stundar. Tökum dæmi af sögu sem nefnist „Húsið með kvistinum". Aðkomumaður, ungur listamaður reyndar, venur komur sínar í gestrisið hús með kvisti. Þar eru fyrir tvær systur: Sú eldri, Lída, alvörugefinn dugnaðarforkur og kennslukona, vill ekki að yngri systirin, Misjús, saklaus og rómantísk, kynnist of náið listamanninum sem hún telur ábyrgðarlausan spjátrung sem hefur rangar skoðanir á flestum hlutum og stíar þeim í sundur. Æ, Misjús, hvar ert þú nú? En í leiðinni eru þau Lída og listamaðurinn látin takast á sem málsvarar tveggja meginstrauma í lífi rússnesks menntafólks. Hún vill gera gagn þótt í smáu sé, byrja strax, reisa skóla, kenna bænda- börnum að lesa, koma upp sjúkrahúsi, bola frá mannaforráðum spillt- um óðalsbónda. Listamaðurinn lætur sér fátt um finnast, honum finnst að „við núverandi aðstæður" séu apótek og bókasöfn og aðrar umbæt- ur fyrir alþýðu ekki til annars en að fjölga þörfum fólksins og binda það fastar á þrældómsklafann! Nei, hann vill eitthvað stórt og mikið strax, hann vill útópíuna (sem er nógu glæsileg til að vera fullkomlega óraun- hæf). Hann segir að ekkert gott muni gerast fyrr en alþýðan losnar und- an stritinu og það gerist með því að allir taki á sig einhverja vinnu, þá þurfi hver og einn ekki að vinna nema tvær þrjár stundir á dag og geti síðan lifað fyrir andann og í menningunni. Og hvar stendur Tsjekhov sjálfur í þessu dæmi? Allsstaðar og hvergi: Misjús, hvar ert þú núna? Það kemur oft fyrir í þessum sögum af ástinni sem er svo nálæg en í raun ómöguleg, að hún er eina athvarfið sem völ er á, en um leið er hún sá „missti sæludagur" sem eins og eykur á kvöl lífsins. Gúrov heitir sá sem kynntist Önnu Sergejevnu, „Konunni með hundinn" í sumarleyfi sínu og þegar hann hugsar til samverustunda þeirra bregður svo við, að orð og gjörðir manna allt í kringum hann sem voru áður ósköp venjuleg og sjálfsögð eru honum nú niðurlægjandi og óhrein: Fáránlegar nætur, dagar sem líða án þess eftir verði tekið! Ofsafengin spila- mennska, ofát, fyllirí, endalaus kjaftháttur um eitt og hið sama. Óþörf verk og samtöl síendurtekin hrifsa til sín besta hluta tímans, bestu krafta hans og að lokum er ekki annað eftir en halastýft og vængstýft líf, einhver vitleysa, og hann kemst hvergi rétt eins og hann sæti á vitlausraspítala eða í tugthúsi. B ] A R T U R O G F R 11 E M I L I A 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.