Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Side 48

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Side 48
og olífuolíu. Nei, herra minn, það er engu líkt! Aftur á móti er lifur úr vatnaflekk eins og hver annar harmleikur! - Jáá, samþykkti friðdómarinn og hnyklaði brúnir. Það er líka gott að narta í, svona... gufusoðna kóngasveppi. - Einmitt, einmitt... með lauk vitið þér, lárberjalaufi og hvurslags kryddjurtum. Maður lyftir lokinu sisona af kastarholunni og upp úr henni streymir þessi gufa, andi sveppanna... maður getur allt eins tár- fellt af gleði! Nú og semsagt, um leið og búið er að bera inn úr eldhús- inu kjötbökuna þá er bæði satt og rétt að fá sér annan hikstalaust. - Ivan Gúrjítsj! sagði dómsforsetinn eymdarröddu. Ut af yður er ég búinn að skemma þrjú blöð! - Mannfýlan hugsar ekki um annað en mat! nöldraði heimspeking- urinn Mílkín og setti upp fyrirlitningargrettu. Eins og það séu ekki til önnur áhugamál í lífinu en sveppir og bökur? - Nújá, maður þarf semsagt að súpa á áður en kemur að bökunni, hélt ritarinn áfram hvíslandi, hann var svo gagntekinn, rétt eins og syngjandi næturgali, að hann heyrði ekki neitt lengur annað en eigin rödd. - Bakan skal vera heillandi og blygðunarlaus í allri sinni nekt svo að sönn freisting fylgi. Þú deplar til hennar auga, skerð þér stærðar- flikki og leikur fingrum yfir henni sisona í ofurveldi tilfinninganna. Maður fer síðan að borða hana og af henni drýpur smjörið eins og ung- meyjartár, fyllingin er feit og safarík, með eggjum, innmat og lauk... Ritarinn ranghvolfdi augunum og skældi sig út að eyrum. Friðdóm- arinn ræskti sig og lét fingurna dansa í loftinu eins og hann sæi sjálfur fyrir sér bökuna bestu. - Þetta er engu líkt, hnussaði í Mílkín og hann gekk út að öðrum giugga. - Tvo bita er búið að hesthúsa og þann þriðja geymir maður til að hafa með kálsúpunni, hélt ritarinn áfram, fullur af andagift. Um leið og bakan er afgreidd er skipað að bera fram kálsúpuna til að missa ekki niður lystina... Kálsúpan skal vera heit eins og eldurinn. Þó er allra best, velunnari rninn kær, borsj úr rauðrófum upp á úkraínsku, með skinku og pylsum. Með henni er hafður sýrður rjómi og spánný steinselja og svo sólselja eins og fara gerir. Gúrkusúpa er líka framúrskarandi í flest- um greinum með innmat og nýrum, en vilji menn eitthvað léttara þá er það seyðið best sem stráð er í gulrót og spergli, blómkáli og annarri lög- bókarvisku. B ] A R T U R O G F R U E M I L 1 A 46

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.