Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 50

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 50
var í ís í fyrstu frostum og hún steikt á pönnu með kartöflum, já og þannig að kartöflurnar séu smáskornar og roðni sem best í andarfeit- inni, já og þannig að... Mílkín heimspekingur setti upp grimmdarsvip og ætlaði víst að segja eitthvað, en allt í einu smellti hann saman vörum og smjattaði eins og hann sæi fyrir sér steikta önd, síðan greip hann hattinn og hljóp út, knúinn áfram af óþekktu afli. - Já, ætli maður fúlsaði nokkuð við öndinni, andvarpaði aðstoðar- saksóknarinn. Dómsforsetinn stóð á fætur, gekk um gólf og settist svo aftur. - Eftir steikina gerist maður saddur og fellur í ljúfan dvala, hélt ritar- inn áfram. Þá er líkaminn góður með sig og sálin full af blíðu og til að þessi sætleiki komi sér vel fyrir er nú ráð að bæta á sig svosem þrem staupum af heitu kryddvíni. Dómsforsetinn ræskti sig og strikaði yfir blað. - Ég er búinn að eyðileggja sjötta uppkastið, sagði hann reiður. Þér ættuð að skammast yðar! - Skrifið, skrifið bara, forseti minn! hvíslaði ritarinn. Ég er hættur. Ég skal hafa hægt um mig. En ef satt skal segja, Stepan Frantsítsj, hélt hann áfram svo lágt að varla heyrðist, þá er heimatilbúið kryddvín betra en nokkurt kampavín. Eftir fyrsta glas fyllist sálin öll af ilmi, hill- ingum má segja, og þá finnst yður ekki að þér sitjið heima hjá yður heldur einhversstaðar í Astralíu ofan á dúnmjúkum strútfugli... - Æ, eigum við ekki að koma okkur af stað, Pjotr Nikolajevítsj, sagði saksóknarinn og fótur hans skalf í óþolinmæði. - Þannig er nú það, sagði ritarinn. Meðan kryddvínið er drukkið er gott að reykja vindil og blása hringjum upp í loft og á meðan stíga til höfuðs draumblíðar hugsanir rétt eins og maður sé orðinn marskálkur eða kvæntur fremstu fegurðardís í heimi og elskan þessi syndi allan daginn fyrir gluggana í svona glæru baðkeri með gullfiskum. Þar synd- ir hún og þú segir við hana: Yndið mitt, komdu nú og kysstu mig! - Pjotr Nikolajevítsj! stundi aðstoðarsaksóknari þungan. - Jahá, hélt ritarinn áfram. Að reykingum loknum tekur maður að sér sloppinn og beint í rúmið! Maður leggst sisona á bakið, með mag- ann upp í loft, og tekur sér blað í hönd. Meðan höfgi sígur á augun og syfjan fer um allan líkamann er svo mikið notalegt að lesa um pólitík- ina: Þarna sérðu að Austurríki hefur misst niður um sig, þarna er B ] A R T U R O G F R U E M 1 L 1 A 48

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.