Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Side 53

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Side 53
- Níutíu og fjórir níutíu og níu? spurði hún og fölnaði urn leið og hún lét samanbrotinn borðdúkinn frá sér á borðið. - Já, já, ég meina það! - En miðanúmerið sjálft? -Æjá! Svo var það miðanúmerið. Bíddu annars... engan asa. Hugs- aðu þér bara? Það kom þó upp númerið á okkar flokki! Það kom þó, skilurðu... Ivan Dmítrítsj horfði á konu sínu með breiðu og marklausu brosi eins og krakki sem verið er að sýna litskæran hlut. Kona hans brosti líka: Henni fannst, rétt eins og honum, að það væri skemmtilegt að hann nefndi barasta flokkinn en flýtti sér ekki að gá að númeri miðans. Það var svo Ijúft og hrollvekjandi að kvelja sig og stríða sjálfum sér á voninni um mögulegt happ! - Okkar flokkur er með, sagði ívan Dmítrítsj eftir langa þögn. Sem- sagt: Það eru nokkrar líkur á því að við höfum unnið. Ekki annað en lík- ur en ekkert minna heldur. - Gáðu nú að númerinu! - Bíddu andartak. Það er nógur tíminn til að verða fyrir vonbrigð- um. Þetta er í annarri línu að ofan, vinningurinn er semsagt sjötíu og fimm þúsund. Þetta eru ekki peningar heldur blátt áfram heilt fjár- magn! Og kannski rek ég nú augun í skrána og þar sé ég tuttugu og sex! Hvað segirðu um það? Hvað ef við höfurn nú unnið í raun og veru? Hjónin fóru að hlæja og lrorfðu lengi hvort á annað þegjandi. Vinn- ingsmöguleikinn hafði leitt þau í villu og svima, þau gátu ekki einu sinni látið sig dreyma um eða sagt til um það til hvers þau þyrftu þessi 75 þúsund, hvað þau mundu kaupa sér, hvert þau mundu fara. Þau hugsuðu aðeins um tölurnar 9499 og 75000, drógu þær upp í ímyndun sinni, en þeim tókst einhvernveginn ekki enn að hugsa um happið sem var svo mögulegt. Ivan Dmítrítsj gekk nokkrum sinnum horna á milli í stofunni með blaðið í hendi, og það var ekki fyrr en hann hafði róast eftir fyrstu geðs- hræringuna að hann gaf sig smám saman dagdraumum á vald. - Og hvað nú ef við höfum unnið? sagði hann. Það þýðir nýtt líf, það er meirilráttar áfall! Þú átt miðann, en ef þetta væri minn miði þá mundi ég auðvitað kaupa fyrst af öllu einhverja fasteign, til dærnis óðal fyrir tuttugu og fimm þúsund, tíu þúsund færu í meiriháttar útgjöld í eitt skipti fyrir öll: ný húsgögn, ferðalag, borga upp skuldir og svo fram- vegis. Þau fjörutíu þúsund sem verða afgangs færu í banka að renta sig. T í m a r i t u m bókmenntir o g 1 e i k 1 i s t 51

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.