Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 56

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 56
en þau koma skríðandi, gera sig sem aumust, betla með áfergjubrosi og hræsna hver sem betur getur. Viðbjóðslegir ræflar og aumingjar! Ef þeim er gefið þá biðja þeir um meira, en ef þeim er neitað þá fara þeir að formæla manni og rægja og kalla yfir mann hverja hörmung og ólán. Hann sá fyrir sér tengdafólkið og þessi andlit sem hann áður lét sér standa á sama um vöktu nú með honum viðbjóð og hatur. Hvílík orma- gryfja, hugsaði hann. Og andlit konunnar hans fór líka að vekja honum viðbjóð og hatur. Gremja í hennar garð sauð í honum og hann hugsaði með illkvittni: Hún hefur ekki hundsvit á peningum og þessvegna er hún nísk. Ef hún fengi vinning mundi hún barasta fá mér hundrað rúblur, en afganginn - bak við lás og slá. Hann horfði ekki lengur brosandi á konu sína heldur með hatri. Henni varð einnig litið til hans og líka með heift og hatri. Sjálf átti hún sér litríka drauma, áform og ráðagerðir; hún skildi ofurvel um hvað mann hennar var að dreyma. Hún vissi hver yrði fyrstur til að reyna að sölsa undir sig vinninginn hennar. Hægur vandi að láta sig dreyma á annarra kostnað, sagði svipur hennar. Nei, góði, þú skalt ekki dirfast... Maður hennar skildi svip hennar, heiftin bylti sér í brjósti hans og til að gera konu sinni lífið leitt leit hann snöggt á fjórðu síðu blaðsins og sagði sigri hrósandi: - Flokkur níutíu og fjórir níutíu og níu, miði númer fjörutíu og sex. En ekki tuttugu og sex! Vonin og hatrið hurfu bæði tvö eins og hendi væri veifað og undir- eins fannst ívan Dmítrítsj og konu hans að herbergiii þeirra væru dimm, lítil og lágt undir loft, að kvöldverðurinn hefði ekki mettað þau heldur þembdi hann upp magann, að kvöldin væru löng og leiðinleg... - Fjandinn hafi það, sagði ívan Dmítrítsj eins og rellinn krakki. Það er sama hvar maður stígur niður fæti, allsstaðar er pappírsdrasl fyrir, mylsna og eggjaskurn og ég veit ekki hvað. Það er aldrei sópað hérna hvað þá meir. Ég fer að heiman, andskotinn hafi það. Og hengi mig í næsta tré. B I A R T U R O G F R U E M I L 1 A 54

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.