Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 56

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 56
en þau koma skríðandi, gera sig sem aumust, betla með áfergjubrosi og hræsna hver sem betur getur. Viðbjóðslegir ræflar og aumingjar! Ef þeim er gefið þá biðja þeir um meira, en ef þeim er neitað þá fara þeir að formæla manni og rægja og kalla yfir mann hverja hörmung og ólán. Hann sá fyrir sér tengdafólkið og þessi andlit sem hann áður lét sér standa á sama um vöktu nú með honum viðbjóð og hatur. Hvílík orma- gryfja, hugsaði hann. Og andlit konunnar hans fór líka að vekja honum viðbjóð og hatur. Gremja í hennar garð sauð í honum og hann hugsaði með illkvittni: Hún hefur ekki hundsvit á peningum og þessvegna er hún nísk. Ef hún fengi vinning mundi hún barasta fá mér hundrað rúblur, en afganginn - bak við lás og slá. Hann horfði ekki lengur brosandi á konu sína heldur með hatri. Henni varð einnig litið til hans og líka með heift og hatri. Sjálf átti hún sér litríka drauma, áform og ráðagerðir; hún skildi ofurvel um hvað mann hennar var að dreyma. Hún vissi hver yrði fyrstur til að reyna að sölsa undir sig vinninginn hennar. Hægur vandi að láta sig dreyma á annarra kostnað, sagði svipur hennar. Nei, góði, þú skalt ekki dirfast... Maður hennar skildi svip hennar, heiftin bylti sér í brjósti hans og til að gera konu sinni lífið leitt leit hann snöggt á fjórðu síðu blaðsins og sagði sigri hrósandi: - Flokkur níutíu og fjórir níutíu og níu, miði númer fjörutíu og sex. En ekki tuttugu og sex! Vonin og hatrið hurfu bæði tvö eins og hendi væri veifað og undir- eins fannst ívan Dmítrítsj og konu hans að herbergiii þeirra væru dimm, lítil og lágt undir loft, að kvöldverðurinn hefði ekki mettað þau heldur þembdi hann upp magann, að kvöldin væru löng og leiðinleg... - Fjandinn hafi það, sagði ívan Dmítrítsj eins og rellinn krakki. Það er sama hvar maður stígur niður fæti, allsstaðar er pappírsdrasl fyrir, mylsna og eggjaskurn og ég veit ekki hvað. Það er aldrei sópað hérna hvað þá meir. Ég fer að heiman, andskotinn hafi það. Og hengi mig í næsta tré. B I A R T U R O G F R U E M I L 1 A 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.