Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 62

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Blaðsíða 62
það að vera vegna þess að ég væri veikur eða eitthvað hefði komið fyrir mig og bæði höfðu af því þungar áhyggjur. Þeim var ekki heldur rótt yfir því, að ég, þessi menntaði maður sem kunni tungumál, byggi uppi í sveit, sífellt á spani eins og íkorni í hjóli, sístritandi en síblankur - í stað þess að fást við fræði einhver eða ritstörf. Þeim fannst að ég hlyti að þjást og þótt ég talaði, hlægi og fengi mér að borða, þá væri það aðeins gert til að fela þjáningar mínar, og ég fann á mér rannsakandi augnaráð þeirra meira að segja þegar glatt var á hjalla og mér leið vel. Þau komu ekki síst við hjartað í mér þegar ég átti í raun og veru í erfiðleikum, þeg- ar einhver lánardrottinn var að þjarma að mér eða ég átti ekki fyrir brýnum greiðslum. Þau hvísluðust bæði á úti við glugga, síðan gekk hann til mín og sagði með alvörusvip: - Ef yður er fjár vant eins og stendur, Pavel Konstantínovítsj, þá biðj- um við konan mín yður í öllum bænum að vera hvergi feiminn við að fá lán hjá okkur. Og eyrun urðu rauð af geðshræringu. Það kom líka fyrir að hann gekk til mín, rauður um eyrun, eftir að þau höfðu hvíslast á við glugg- ann, og sagði: - Konan mín og ég biðjum yður að gera það fyrir okkur að taka við þessari gjöf frá okkur. Og hann fékk mér skyrtuhnappa, sígarettuveski eða lampa og í stað- inn sendi ég þeim úr sveitinni fugl sem ég hafði skotið, smjör og blóm. Þau voru reyndar bæði vel efnum búin. Framan af búskapnum sló ég oft lán hjá hverjum sem væri og gerði mér litla rellu út af því, en ekkert gat fengið mig til að taka við láni frá Lúganovítsjhjónunum. Já en hvað er ég annars að fjasa um þetta! Ég var óhamingjusamur. Hvort sem ég var heima í húsi, úti á akri eða inni í skemmu hugsaði ég um hana og ég reyndi að ráða leyndar- mál þessarar ungu, fallegu og gáfuðu konu, sem giftist lítt spennandi manni, næstum því gamalmenni (eiginmaðurinn var kominn yfir fer- tugt), elur honum börn. Ég reyndi að skilja leyndarmál þessa hvunn- dagslega manns, góðmennis og einfeldnings sem talar um hvaðeina með þessari hrútleiðinlegu heilbrigðu skynsemi, heldur sig á dansleikj- um og samkvæmum sem næst virðingamönnum, stendur þar daufleg- ur og engum þarfur með auðmjúkum hlutleysissvip rétt eins og hann hefði verið teymdur þangað til sölu, en trúir eigi að síður á rétt sinn til hamingju, til að eiga með henni börn. Og ég reyndi að komast til botns í B ] A R T U R O G F R Ú E M I L í A 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.