Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 70

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 70
un frá leikhúsunum og oftast voru þau skrifuð með ákveðinn eða ákveðna leikara í huga þannig að í hverju leikriti voru aðeins eitt til tvö aðalhlutverk en mörg aukahlutverk. Oll leikrit voru, eins og aðrar bókmenntir, háð strangri ritskoðun og urðu leikritaskáld oft að setjast niður og breyta því sem þau höfðu samið ef þau vildu að leikritin kæmust á fjalirnar. Ritskoðunin, sem náði hámarki sínu í valdatíð Nikulásar I., hafði einnig þau áhrif að mik- ið var þýtt af erlendum leikritum sem áttu auðveldara með að fá sam- þykki yfirvalda og voru síðan sýnd í leikhúsum um land allt. Sett voru upp verk eftir höfunda á borð við Shakespeare, Schiller og Goethe og seinna Ibsen, Maeterlinck og Hauptmann. Þannig varð þróunin í leiklistarlífi aldarinnar í meginatriðum sú að ýmist voru sýnd leikrit eftir erlenda höfunda eða Ostrovskíj og fáein önnur rússnesk leikritaskáld. Flest leikritin voru pöntuð og hlutverkin sniðin að þörfurn þekktustu leikaranna. A síðustu áratugum aldarinnar hafði leikhúslífið staðnað í ákveðnum farvegi þar sem farsakennd ærsl eða revíur nutu sérstakra vinsælda. III. Tsjekhov skrifaði engar ritgerðirum leiklist. Skoðanir hans eru þó þekktar af ummælum hans og öllum þeim fjölda bréfa sem hann skrif- aði um ævina. Leikhús og leikritun koma auk þess oftar en einu sinni fyrir í verkum Tsjekhovs, bæði í leikritum og smásögum. Hann taldi leikritahöfunda samtímans minna fremur á iðnaðarmenn en rithöfunda og fannst þá bæði skorta hæfileika og góðan smekk. Lýsingu á starfi leikritaskáldsins er t.d. að finna í örstuttri smásögu hans, „Leikrita- skáldinu", frá 1886, þar sem söguhetjan er í læknisskoðun og eftirfar- andi samtal á sér stað: - Hvað starfið þér? spyr læknirinn. - Eg er leikritaskáld, svarar maðurinn, með nokkru stolti. Læknirinn fyllist um leið virðingu fyrir sjúklingi sínum og brosir auð- mjúkt... [Slíkur starfi hlýtur að hafa í för með sér óvenju mikla taugaspennu, segir hann og biður sjúklinginn að lýsa fyrir sér daglegu lífi sínu. Síðan fylg- ir lýsing á drykkjuskap, setum á veitingahúsum og krám, en ekki orð um vinnu leikritaskáldsins.] B I A R T U R O G F R Ú E M I L í A 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.