Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 74
og alvöru. „Farsi gengur út á harmleikinn í lífi annarra," sagði hann.
„Um leið og maður hlær að óförum náungans, verður maður að geta
fundið til með honum." Eitt sinn sagði hann við vin sinn, rithöfundinn
A. Kúprín: „I lífinu eru engar skýrar afleiðingar af neinu né ástæður
fyrir neinu. Allt rennur saman: hið litla og hið stóra, hið merkilega og
ómerkilega, hið sorglega og hið broslega." (Sjá S. Laffitte: Chekhov
1860-1904, London 1974, bls. 16.) Tsjekhov sameinar því hér bæði
harmleik og gamanleik og segja má að þessi „tragíkomedía hvers-
dagslífsins" gangi síðan eins og rauður þráður í gegnum leikrit hans.
Aðalmunurinn er helst sá að í försunum er spaugilegu atviki gefinn
sorglegur undirtónn, en í seinni leikritum hans og þá fyrst og fremst
Mávinum og Kirsuberjagarðinum, sem hann kallaði reyndar gaman-
leiki, er harmleikurinn aftur á móti litaður af því skoplega.
Næsta leikrit Tsjekhovs í fullri lengd var Skógarpúkinn sem hann
samdi árið 1889. Um það leyti var hann undir miklum áhrifum frá Tol-
stoj og kenningum hans um siðferðislegar skyldur manna. Því er
óvenjumikill siðaboðskapur í leikritinu. Það var frumsýnt í desember
sama ár en sú sýning þótti gjörsamlega misheppnuð. Viðtökur leikrits-
ins höfðu mikil áhrif á Tsjekhov og að eigin sögn kom hann ekki nálægt
leikritaskrifum í sjö ár. Seinna tók hann reyndar til við að breyta
Skógarpúkanum og úr varð leikritið Vanja frændi, sem er laust við allan
predikunartón.
V.
Eftir ósigur Skógarpúkans gerði Tsjekhov hlé á leikritun í mörg ár. Eins
og fyrr segir flutti hann frá Moskvu í sveitina og sneri sér um tíma al-
farið að því að semja smásögur. í Melíkhovo hafði hann allt sem hann
þarfnaðist og þar vaknaði um síðir aftur hjá honum löngun til að fást
við leikritagerð. Sú löngun hafði líklega blundað með honum öll þessi
ár og í friðsælu umhverfi sveitarinnar tók hann til við að semja nýtt
leikrit, Mávinn. Bréfaskriftir hans frá þessum mánuðum lýsa því hve
erfiðlega honum gekk að ljúka við leikritið. Ný og ný gerð sá dagsins
Ijós en að lokum sendi hann það frá sér sumarið 1896. Fyrst þurfti hann
að fá samþykki hins opinbera ritskoðanda. Leikritinu var hleypt í gegn
en athugasemd var gerð við samtal Soríns og Konstantíns um samband
Arkadínu, móður Konstantíns, og rithöfundarins Trígoríns, sem þótti
B I A R T U R O G F R U E M I L I A
72