Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 81
ekki saman, eða þá að ást einstakra persóna er ekki endurgoldin. I
Mávinum er Konstantín ástfanginn af Nínu, sem er ástfangin af Trígor-
ín. Medvedenko er ástfanginn af Möshu, sem er ástfangin af Konstantín
og þar fram eftir götunum.
Yfir leikritunum er svipaður andblær og oft er fjallað um þau í sam-
einingu, en þó er hvert þeirra sérstakt á sinn hátt. I Mávinum er til að
> mynda fjallað um listir; í Vanja frænda um fræðimennsku og vísindi; í
Þremur systrum og Kirsuberjagarðinum um garnla samfélagið sem er
að líða undir lok og það nýja sem er í mótun. Leikrit Tsjekhovs gerast í
Rússlandi undir lok nítjándu aldarinnar en þau hafa til að bera það sem
nauðsynlegt er til að mögulegt sé að njóta þeirra alls staðar og á öllum
tímum. I leikritum sínum fjallar hann um gleðina og sorgina og
hæfileika mannsins til að gera lífið einhvers virði. Hjá Tsjekhov eru
engar eiginlegar hetjur. Þegar maður les bestu smásögur Tsjekhovs eða
horfir á velheppnaða sýningu á leikriti eftir hann, er eins og maður hafi
komist að sannleikanum um eitthvað, eins og að Tsjekhov hafi tekist að
lýsa því sem máli skiptir á hlutlægan en mannlegan hátt. Þegar öllu er á
botninn hvolft er einfaldlega eitthvað gott og satt í verkum hans.
VIII.
Á Vesturlöndum hefur ríkt ákveðin hefð í uppfærslum á leikritum
Tsjekhovs. Þær hafa oftast einkennst af svartsýni og angurværð og hef-
ur grunntónninn verið alvarlegur. I Sovétríkjunum var aftur á móti
meiri áhersla lögð á bjartsýni, jákvætt gildi vinnunnar og glæsta fram-
tíðarsýn. Undanfarið hefur áherslan aftur breyst. Nú um stundir eru
uppfærslur á leikritum Tsjekhovs gjarnan dálítið farsakenndar, bæði í
austri og vestri, og leikritin eru túlkuð meira í ætt við gamanleiki.
Raunin er sú að þau bjóða upp á margvíslega túlkun. I þeim er að finna
bæði alvöru og kírnni og það er leikstjórans að leita eftir réttum strengj-
um til að leika á hverju sinni.
Tímarit um bókmenntir og leiklist
79