Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Page 16
KISTAN
Hálsmjór maður skreið ofan í kistu, dró lokið yfir sig og byrjaði að
kafna.
— Jæja, sagði maðurinn og stóð á öndinni, ég er að kafna ofan í
kistu vegna þess að ég er svo hálsmjór. Kistan er lokuð og hleypir
ekki að mér lofti. Ég fer að kafna en ég ætla samt ekki að lyfta
lokinu af kistunni. Hægt og rólega fer ég að deyja. Ég mun sjá
baráttu lífs og dauða. Sá bardagi verður óeðlilegur, þótt báðir aðilar
hefðu jafna möguleika, því það er eðlilegt að dauðinn hafi betur, en
líf sem er dauðadæmt berst til einskis við óvin sinn, en mun samt
allt fram á síðustu mínútu ekki glata fánýtri von. En í þeirri baráttu,
sem nú er að hefjast, mun lífið vita hvernig það gæti sigrað: til þess
þarf lífið ekki annað en að neyða hendur mínar til að lyfta lokinu af
kistunni. Við skulum nú sjá hver hefur betur! Verst að hér er hræði-
leg mölkúlufyla. Ef lífið sigrar þá ætla ég að strá tóbaksrudda yfir
dótið í kistunni... Nú er það byrjað: ég get ekki andað lengur. Ég er
dauðans matur, það er ljóst! Mér verður ekki bjargað! Og enga há-
leita hugsun að finna í mínum haus. Ég er að kafna!...
Æ! hvað er þetta? Það kom eitthvað fyrir, en ég skil ekki hvað.
Eitthvað sá ég eða heyrði eitthvað...
Æ! aftur gerðist eitthvað! Guð minn góður! Ég næ ekki and-
anum. Ég er víst að deyja...
Og hvað er nú þetta? Af hverju er ég að syngja? Mér finnst ég sé
með verk í hálsinum... En hvar er kistan? Af hverju sé ég allt sem er
í herberginu? Ég sé ekki betur en ég liggi á gólfinu! En hvar er þá
kistan?
Hálsmjói maðurinn reis upp af gólfinu og leit í kringum sig.
14