Frón - 01.06.1944, Page 31
Að yrkja á íslenzku
93
íslenzkum skáldum en annars staðar að þau telji sér heimilt
að taka óþyrmilega á málinu og beita það gjörræði. íslenzkar
orðabækur neyðast til að taka upp ýms orðatiltæki sem myndazt
hafa í eitt skipti hjá einhverju skáldi í parraki ríms og stuðla,
en aldrei verið til hvorki fyrr né síðar. Maður eins og Stephan
G. Stephansson hefur haft að heiman mjög gott og upphaflegt
málfar, svo sem vænta mátti af átthögum hans og kynslóð, en í
kvæðum hans kveður allt of mikið að ýmiss konar tilbúningi og
teygingum. Og þegar höfuðskáld eins og Einar Benediktsson
segir þátts, hátts og mátts fyrir þáttar, háttar, máttar (í kvæðinu
Kórmakur), af því að kveðandi heimtar einkvæðar myndir, ellegar
bjóu fyrir bjuggu (Langspilið), af því að ríms er þörf við dóu,
þá sé ég ekki að höfð verði vægari orð en að hér sé farið langt
út fyrir takmörk hins leyfilega.
Að sjálfsögðu hljóta ljóðasmiðir að veita orðum og hljómum
meiri athygli en aðrir menn, og skal nú vikið lítið eitt að því
efni, þó að erfitt sé viðfangs af því að smekkur manna hlítir
engum algildum reglum. Jafnframt því sem íslenzk skáld hafa
allt síðan í fornöld verið vandfýsin á nákvæma samhljóman í
rími þar sem sliks var krafizt, hefur löngum þótt vel fara að
breyta til þar sem þvi varð viðkomið. Snorri Sturluson lætur
þess getið að fegra þyki að nota mismunandi sérhljóð í stuðlum.
Eftir þeirri fornu reglu væru linurnar:
Standið fjarri: allt er orðið hljótt,
eilíft, heilagt, fast og kyrrt og rótt
betur kveðnar en:
yltburð sé eg anda mínum nær,
aldir þó að liðnar séu tvær.
Yfirleitt sómir oft vel að leita sem mestrar fjölbreytni í vali
sérhljóða. Hljómurinn er meiri í þessum vísufjórðungi:
Gnó'tra tekur Gjallarbrúin,
gildir undir riða straumar,
þar sem hver áherzlusamstafa hefur sitt hljóð, en í öðrum úr
sama kvæði:
Við ef mætti viðarrótum
visnum hjálpa dögg af blóði,
þar sem i er þrítekið. En þess er þó að gæta að oft getur skáldi
þótt henta að klifa á einhverjum sérstökum hljómi. Hér má og
geta þess að mál eins og íslenzka eða sænska eða ítalska, sem