Frón - 01.03.1945, Qupperneq 27
Verkefni íslenzkra fræða
25
fimm) manna, sem annaShvort væru málfróSir eða málhagir, eða
helzt hvorttveggja. Nefndin hefði fastan ritara, sem annaðist þá
söfnun orSa og skrásetningu sem þörf væri á. En hlutverk
þessarar stofnunar skyldi vera að athuga í hverjum greinum
orSaforða íslenzkrar tungu er helzt áfátt og ráSa bót á því eftir
föngum. Hún ætti ekki aðeins að safna þeim nýyrðum sem
þegar hafa veriS gerð, velja úr þeim og hafna, samræma þau og
festa merkingar þeirra, heldur skyldi hún einnig eiga upptök aS
sköpun fleiri nýyrSa, aS svo miklu leyti sem nauSsyn þætti. Enn
fremur ætti hún aS leggja á ráS hver orð af erlendum stofni
skyldu tekin upp í ritmál vort, hvernig þau skyldu stafsett og
hvernig beygS. Nefndin skyldi senda orSaskrár ásamt greinar-
gerð ýmsum tillögugóSum mönnum, og að fengnu og íhuguSu
áliti þeirra yrSi gengiS frá skránum til hlítar og þær birtar í
fullnaSargerS sinni. AS þvílíku starfi mundi íslenzku máli bráS-
lega verða hinn mesti styrkur.
Pögn eykur þungan móð,
því er hún ekki góð.
8. Eegar Fjölnir hóf göngu sína fyrir ellefutíu árum virtist
Tómasi Sæmundssyni aS þaS sem hamlaSi íslenzku þjóSinni væri
»ekki sízt viljabrestur, áræðisleysi og í sumu vankunnátta«.
TaS mundi víst þykja mjög óréttmætt nú á dögum að saka
íslendinga um áræðisleysi eSa efast um íullan vilja þjóSarinnar
til aS efla þaS allt sem henni megi verða til sæmdar og styrktar.
En þá er tími til kominn að afdráttarlaust og skorinort sé kveSiS
upp úr meS þaS, hver nú eru helztu nauSsynjamál íslenzkrar
menningar. OrSin eru til alls fyrst. Ef ekkert heyrist til þeirra
sem helzt má búast viS aS hugsaS hafi um þessi efni, er lítil von
til aS aSrir fari aS bera þau fyrir brjósti eSa bæta úr því sem
aflaga fer.
í þessari ritgerS hefur víSast veriS farið mjög fljótt yfir sögu
og sumu alveg sleppt, svo sem þörfum sagnfræSinnar, af því aS
ég veit mig ekki hafa fróSleik til aS leggja þar orS í belg. Og
kunni sumt sem á hefur veriS drepið aS vera orðiS langt á eftir
tímanum, verSur þaS aS vera til vorkunnar aS fréttir þær er
hingaS hafa borizt frá íslandi á síSustu árum hafa sjaldan veriS
meira en slitrótt staðreyndatöl. Ég hef ekki taliS mér fært aS
ráðast í neinar kostnaSaráætlanir né tillögur hvernig verkum og
tilkostnaði skuli skipt, t. d. milli menntafélaga (Bókmenntafélags,