Frón - 01.03.1945, Blaðsíða 47
Nokkur orð um íslenzk bókasöfn
45
kenna, aS þeir hafa þolaS þetta ófremdarástand, aS þeir hafa
ekki bundizt samtökum um aS knýja fram endurbætur á þessu
sviSi sem er okkur lífsnauSsyn ef nokkur vísindamennska á aS
þróast í landinu?
Allir geta sjálfsagt veriS sammála um aS engar líkur séu til
aS viS getum klofiS þaS fyrst um sinn aS eignast bókakost sem
fullnægi óskum allra íslenzkra fræSimanna. En viS getum reynt
aS komast eins langt og fært er meS nokkru móti. ViS höfum
heldur ekki efni á aS eiga mörg eintök sömu fræSibókanna á
ýmsum sérsöfnum, eins og tíSkast annars staSar. Einmitt þess
vegna er okkur bráSnauSsynlegt aS koma á sem fyllstri samvinnu
milli allra fræSilegra bókasafna okkar, helzt þannig aS full
verkaskipting um bókakaup kæmist á meSal þeirra. Bókakosti
hverrar sérgreinar ætti aS koma fyrir þar sem hans væri mest
þörf, en þó meS þeim fyrirvara aS hægt væri aS ljá bækur
þaSan þegar á þeim þyrfti aS halda annars staSar. Eins verSur
aS sjá fyrir því aS islenzkar bækur Landsbókasafnsins, a. m. k,
allar eldri bækur, þurfi ekki aS ljá, heldur séu þær eingöngu
notaSar á lestrarsal safnsins. Sama ætti aS eiga viS um allar
bækur safnsins erlendar og innlendar sem telja má til skemmti-
lesturs, aS svo miklu leyti sem þær væru þess virSi aS þær væru
geymdar þar frekar en á alþýSubókasöfnum.
Til þess aS koma þessu í framkvæmd væri eflaust bezt aS
koma á fót einhvers konar yfirstjórn allra bókasafna, annaShvort
sem sjálfstæSri stofnun eSa nefnd embættismanna frá söfnunum
sjálfum. Slík stofnun ætti um leiS aS verSa eins konar bókfræSileg
miSstöS íslendinga. Hún ætti aS leita aSstoSar helztu sérfræSinga
þjóSarinnar um bókaval í sérgreinum þeirra, því aS ekki er hægt
aS búast viS því aS íslenzk bókavarSastétt eigi nægilega mörgum
sérmenntuSum mönnum á aS skipa til þess aS þeir einir geti
ráSiS fram úr öllum vandamálum sem takmörkuS fjárráS hljóta
aS skapa. Enn fremur gæti slík stofnun hægar en hv’ert einstakt
safn unniS aS því aS skipuleggja bókalán frá öSrum löndum,
útvegun ljósmyndana af bókum og tímaritsgreinum sem örSugt
væri aS fá léSar o. s. frv. En einmitt þetta er mjög mikilsvert
atriSi jafnfátækri þjóS og viS erum. MeS bættum samgöngum,
sem gera má ráS fyrir aS stríSinu loknu, og bættum aSferSum í
ljósmyndatækni (t. d. meS mjófilmum), sem þegar eru komnar
vel á veg víSa um lönd, má efalaust koma á miklum endurbótum
á þessu sviSi, náist skynsamleg samvinna viS erlend bókasöfn.