Frón - 01.03.1945, Blaðsíða 48
46
Jakob Benediktsson
Loks ætti þessi stofnun aS viöa aÖ sér helztu bókfræÖiritum
nágrannalandanna, ekki sízt þeim tímaritum sem gera grein fyrir
nýjungum hverrar sérgreinar, til þess að gera bókasöfnunum og
ráðunautum þeirra bókavalið auðveldara.
En þetta verður dýrt, munu menn segja. Já, það getur verið
að það kosti svo sem einn eða tvo fasta starfsmenn og húsakynni
undir skrifstofu jieirra, en það mun margborga sig. Peim mun
minna fé sem er úr að spila til bókakaupa, þeim mun meir ríður
á að það sé notað eins vel og frekast er unnt, að engin bók sé
keypt út í bláinn og án þess að nokkurn veginn öruggt sé að hún
komi að einhverjum notum. Okkur ríður framar öllu á því að
eignast allar þær bækur sem nauðsynlegar eru þeirri vísinda-
starísemi sem rekin er í landinu, og í annan stað nægilega mikið
af yfirlitsritum til þess að hægt sé að átta sig almennt í öðrum
fræðigreinum og finna tilvísanir til frekari bókmennta ef á þarf
að halda, svo að hægt sé að vita um hvað á að biðja, ef leita
þarf bóka frá útlöndum.
Mér finnst þetta vera svo augljóst mál að um það ættu allir
Islendingar sem koma nálægt fræði- og vísindastörfum að geta
verið sammála. Hins vegar geri ég ráð fyrir að erfiðara verði
að koma sumum stjórnmálamönnum i skilning um að til jæssa
þurfi fé, og að slík fjárframlög geti gefið margfalda vexti með
tíð og tíma, þó að þeir sjáist ekki þegar í stað í beinhörðum
peningum. En ef allir íslenzkir menntamenn leggjast á eitt og
gefast ekki upp við fyrstu tilraun, Iáta ekki hugfallast við fyrsta
sparnaöarkveinið, hlýtur það að geta tekizt, og það verður að
takast, ef islenzk vísindi eiga að geta þrifizt án þess að lifa á
bónbjörgum og sníkjum hjá öðrum þjóðum.
Áður en ég skilst við vísindalegu söfnin skal ég aðeins drepa
á fjárframlög ríkisins til þeirra fram að þessu. Á fjárlögunum
fyrir árið 1941, en það eru síðustu fjárlög sem ég hef átt kost
á að sjá, voru veittar til Landsbókasafnsins alls, að meðtöldum
launum starfsmanna, um 57000 kr., af því til bókakaupa og bók-
bands 19000 kr. Við þessar upphæðir bætist dýrtiðaruppbót sam-
kvæmt vísitölu, en það skiptir ekki máli hér, jiar sem verðlag
heíur hækkað svo mjög heima að ekki er sambærilegt við ástandið
hér í landi. Til samanburðar má benda á að alþýðubókasafnið í
Lyngby hér við Kaupmannahöfn hafði í fyrra um 75000 kr. í
tekjur frá ríki og bæjarfélagi, en í því safni voru þá 24500 bindi.
eða hér um bil sjötti hluti þess sem Landsbókasafnið hefur að