Frón - 01.03.1945, Blaðsíða 36
34
Guðrún Jónsdóttir frá Prestsbakka
Blómhnapparnir líktust líka blóðdropum. Peir drúptu svo sorg-
bitnir í björtu sólskininu.
Steingrímur kom heim úr mýrinni og settist á rúrniÖ á móti
telpunni. Hann var ataSur í rauSamýri upp aS hnjám, og þaS
komu blettir á hvítt gólfiS. Hann tugSi tóbak og spýtti öSru
hvoru í hrákadall sem stóS viS rúmstokkinn. Hann var lítill
maSur vexti meS rautt hár og þungar yglibrýn. Telpan hafSi
veriS hrædd viS hann þegar hún var lítil, en nú var hún ekki
hrædd viS hann lengur, því aS hún vissi aS hann var almennileg-
heita maSur þótt hann væri þurrlegur í viSmóti.
Lummuilmurinn barst inn í baSstofuna í gegn um opnar
dyrnar, og eftir nokkra stund kom Ásdís meS kaffiÖ á bakka meS
hvítum ísaumuöum dúk. Hún setti bakkann á borSiÖ og hellti í
bollana, rétti telpunni sykur og rjóma og baS hana aÖ gera svo
vel, og settist síSan sjálf á rúmiS hjá henni og drakk kaffi.
Steingrímur tók tóbakstöluna út úr sér og lagSi hana á syllu
fyrir ofan rúmiS sitt. Svo spýtti hann ennþá einu sinni í dallinn
og fór síSan aS drekka kaffiÖ.
Ásdís sagSi honum frá erindi telpunnar; hún hafSi ekki komiS
sér aS því aS segja frá því. Steingrímur sagSi eftir nokkra um-
hugsun aS hann skyldi koma aS afliönu nóni. Svo drukku þau
kaffiS og borSuÖu lummurnar. Steingrímur drakk af undirskálinni
og blés á kaffiS, því aS þaö var heitt, telpan drakk ósköp hægt
til þess aS brenna sig ekki, en Ásdís drakk kaífiS rétt eins og
þaS væri alls ekkert heitt.
AS lokinni kaffidrykkjunni þakkaÖi telpan fyrir sig meS
handabandi, kvaddi og fór heim. Hún átti aS flýta sér, því aS
milliferSirnar biSu hennar.
í síSasta sinn sem hún sá Ásdísi var þegar yngsti sonur hús-
bændanna var skírSur veturinn eftir. Pá kom hún í sömu svörtu
kápunni meS loSkraganum og meS sömu litlu, svörtu húfuna, en
nú var hún meS ullarvettlinga á höndunum. Hún var jafnföl og
áÖur, en magrari en hún hafSi veriS um sumariS, og hún hóstaSi
öSru hvoru ákaft og stóS næstum á öndinni. Hún var samt
glaSleg, en þó aS hún brosti voru augu hennar alvarleg, og
augnahárin titruSu meira en áSur þegar hún Ieit niSur fyrir sig.
Hún snerti ekki á barninu, leit aSeins snöggvast niSur í vögguna.
Hún talaSi heldur ekki um hæliÖ, og þegar hitt fólkiö spurSi hana
einhvers þaSan, svaraSi hún fálega og fór aö tala um eitthvaS
annaS. Hún heiIsaSi telpunni vingjarnlega og brosti til hennar.