Frón - 01.03.1945, Blaðsíða 38

Frón - 01.03.1945, Blaðsíða 38
36 Tvö bréf til Erlendar Gottskálkssonar sjá þess merki í bréfi Kristjáns hér á eftir aS þeir hafi rætt slík mál oftar en einu sinni. Jón Ólafsson getur þess í ævisögu Kristjáns Jónssonar (Ljóömæli Kr. J., 3. útg. bls. XIX) að' Erlendur hafi veriÖ einn af þremur mönnum sem mest áhrif hafi haft á hann í æsku, og bætir við: »Erlendur var skáld og fjörmaður, en trúmaður enginn. Er mér enn í minni einkar skemmtilegt bréf frá honum er Kristján sýndi mér«. Bréf frá Kristjáni skáldi Jónssyni munu nú fá til. í Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins er aðeins talið eitt bréf frá honum (til Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum; Lbs. 1494, 8°), en eitthvað getur verið til í einstakra manna eigu. Bréf það sem hér er birt er skrifað þegar Kristján var tæplega 21 árs (f. 21/o 1842). Hann var þá vinnumaður á Hóli á Möðrudalsfjöllum. En sama vorið (1863) fór hann til Reykjavíkur til að leita fyrir sér um möguleika á því að komast í skóla. Um sumarið var hann i kaupavinnu nyrðra, en hóf að læra undir skóla um haustið og fékk inngöngu í skólann haustið 1864. Um kvæðið í bréfslokin skal það tekið fram, að það var prentað i Norðanfara, 2. árg. nr. 21—24, bls. 45, í júní 1863, og hefur þar fyrirsögnina: Vísur 13. dag maí-mán. 1863. Eftir þeirri heimild er það síðan prentað í Ljóðmælum Kr. J. 1872 bls. 18—19. Smávægilegur orðamunur er á stöku stað í útgáfunni. Tilvitnanirnar í Arinbjarnarkviðu og Sonatorrek sýna að Kr. J. hefur haft Eglu með höndum í Reykjavíkurútgáfunni 1856. Smávillur (t. d. »sakargögn« fyrir »sakar afl«) benda þó til þess að vitnað sé til kvæðanna eftir minni. Bréfið frá Benedikt Sveinssyni er skrifað skömmu eftir jiinglausnir 1871, en á því þingi sat Erlendur eins og áður var sagt. Par gerðust þau tíðindi, eins og kunnugt er, að stöðulög- unum var mótmælt og Þjóðvinafélagið stofnað. Benedikt hafði átt sæti í stjórnarskrármálsnefndinni og látið mikið til sín taka, enda sýnir bréfið að honum hefur verið mikið í hug. Ur blaðs- stofnuninni sem á er minnzt varð þó ekki, endá var ekki að fullu gengið frá lögum Ljóðvinafélagsins fyrr en á þingi 1873, og varð þá úr að útgáfa Andvara var hafin árið eftir. Þó má vera að einmitt þessi hugmynd um útgáfu blaðs hafi ýtt undir Benedikt til að gera tilraun til að koma upp prentsmiðju á Elliðavatni, en það reyndi hann veturinn 1871—72. Sú starfsemi strandaði þó á því að hann fékk aldrei prentsmiðjuleyfi, enda stóð hann í sifelldu málastappi við yfirvöldin næstu árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.