Frón - 01.03.1945, Síða 45
Nokkur orð um íslenzk bókasöfn
43
er nauðsynlegt að samvinna sé á milli bókasafnanna, og að auð-
velt sé að afla sér vitneskju um hvar liægt sé að finna bækur
um hvaða efni sem er. Að jjessu hefur verið unnið á ýmsan hátt
i flestum löndum, bæði með útgáfu ýmiss konar bókfræðirita og
ekki sízt með Jdví að koma á fót einhvers konar bókfræðilegum
upplýsingaskrifstofum. Ef slíkar stofnanir væru jjað sem flesta
bókasafnsmenn dreymir um — en á j>að skortir viða mikið —,
[>á ættu j>ær að geta sagt til um hvar hverja bók er að finna
og útvegað hana, og helzt gefið leiðbeiningar um bókmenntir
um ákveðið efni. Slikar upplýsingaskrifstofur eru ekki síður
nauðsynlegar alj>ýðubókasöfnum en fræðilegum bókasöfnum og
geta j>ví verið tengiliður milli þessara tveggja tegunda bókasafna.
Hér i landi hefur t. d. slikri skrifstofu verið komið upp af
alþýðubókasöfnunum. Hún tekur við öllum þeim bókapöntunum
sem söfnin sjálf geta ekki leyst úr. Síðan leitar skrifstofan til
þeirra sérsafna eða vísindasafna sem um getur verið að ræða,
og úrlausnin er færð í spjaldskrá. Skrifstofan fær þannig smátt
og smátt meiri og meiri vitneskju um bókakost safnanna, og
henni verður að sama skapi hægara um vik að svara nýjum
fyrirspurnum. Auk þess er þar vitanlega að finna prentaðar
bókaskrár, ritaukaskrár og önnur bókfræðileg hjálpargögn. Með
þessu móti getur jafnvel hvaða sveitabókasafn sem er útvegað
hverja þá bók sem á annað borð er léð út á stærstu söfnum
landsins. Og fyrir stríðið útvegaði skrifstofan einnig fjölda bóka
frá öðrum löndum, þegar þeirra var ekki kostur hér í landi.
Hvernig er nú þessum málum komið á íslandi? Eins og gefur
að skilja vitum við ekki frekar á þessu sviði en öðru glögg deili
á þvi sem kann að hafa gerzt á stríðsárunum. En engar fregnir
hafa borizt hingað um nein meiri háttar umskipti í þessum efnum,
svo að ætla má að allt standi enn við sama í öllum meginatriðum.
Lítum fyrst á vísindalegu bókasöfnin. Til þeirra mun varla
hægt að telja önnur en Landsbókasafnið og Háskólabókasafnið.
Um hið síðarnefnda er fátt eitt kunnugt hér, því að það er i
rauninni ekki orðið til fyrr en á stríðsárunum, eftir að það fékk
sín eigin húsakynni í nýju háskólabyggingunni. í íslenzkum
fræðum mun það þó eiga allgóðan bókakost, þar sem það hefur
fengið að gjöf fyrst safn Finns prófessors Jónssonar og síðar
safn Benedikts Þórarinssonar. Hvernig bókakosti hinna háskóla-
deildanna er komið, er mér aftur á móti ókunnugt um, en ætla
má að honum sé miklu frekar ábótavant, ekki sizt i læknadeild