Frón - 01.03.1945, Síða 50

Frón - 01.03.1945, Síða 50
48 Jakob Benediktsson ÁriS 1943 var léS 12000 bindum fleira og lánþegarnir voru um 5000. l’ess'ar tölur sýna þó, að mikiS brestur á aS notkun safnsins sé jafnmikil og t. d. yfirleitt í bæjum hér í landi. Svo aS enn sé vitnaS í safniS í Lyngby, voru þar síSastliSiS ár rúmlega 7000 lánþegar og útlániS um 160000 bindi. Eru þaS svipuS hlutföll og í öSrum stærri bæjum Danmerkur. Um samanburS viS dönsk bókasöfn er þó þess aS gæta, aS þar er ólíku saman aS jafna um bókakost á móSurmáli lánþeganna viS þaS sem er á íslandi, en mikill hluti þeirra manna sem sækja alþýSubókasöfn mun ekki síSur á íslandi en annars staSar eingöngu hafa not þeirra bóka sem eru á eigin máli þeirra. ÁstandiS á íslandi í bókasafnsmálum er ekki ólíkt því sem var víSast á NorSurlöndum um og eftir síSustu aldamót, en þá tóku augu manna þar aS opnast fyrir nauSsyn þess aS skipuleggja alþýSubókasafnsstarfiS á nýjum grundvelli, samkvæmt þeirri reynslu sem þá var fengin, einkum í Ameríku og á Englandi. AS þessu hefur veriS unniS ósleitilega síSan um öll NorSurlönd, og þar hefur tekizt aS vekja áhuga löggjafar- og fjárveitingar- valds á bókasafnsmálum, svo aS lögfest hefur veriS kerfi sem í aSaldráttum er eins í Danmörku, Noregi og SvíþjóS, þó aS nokkurs munar gæti í einstökum atriSum og framkvæmdirnar séu ekki komnar jafnlangt alls staSar. 1 Danmörku var þessari lögfestingu komiS á 1920, í SvíþjóS 1929 og í Noregi 1935. MeS þessum aSgerSum hafa þessi lönd komizt í fremstu röS i Evrópu um skipulagningu bókasafnsmála almennings. Ég skal ekki rekja þetta kerfi í einstökum atriSum; þaS er nóg aS geta þess sem er meginkjarni starfsins. Landinu er skipt í umdæmi, og í hverju umdæmi er eitt miSbókasafn (centralbibliotek), sem um leiS er kaupstaSarbókasafn. öll smábókasöfn umdæmisins, bókasöfn sveita og smærri bæja, leita til miSbókasafnsins um lán á þeim bókum sem þau eiga ekki sjálf, svo og um allar leiSbeiningar í starfi sínu, um bókaval, skrásetningu o. s. frv. öll miSbókasöfnin eru síSan undir einni yfirstjórn, og í sambandi viS hana er hér í landi upplýsingaskrifstofa sú sem ég gat um áSan. Langflest söfnin eru, a. m. k. hér í landi, eign sveita- og bæjafélaga, en þau fá öll ríkisstyrk þegar vissum — mjög vægum — byrjunarskil- yrSum er fullnægt. Ríkisstyrkurinn er hér í landi 80 % af föstu framlagi annarra aSila upp aS 15000 kr., síSan lækkandi hluti af því framlagi sem fer fram úr þeirri upphæS. Auk þess fá miSbókasöfnin frekari styrk til starfsins í umdæminu, bæSi frá

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.