Frón - 01.03.1945, Blaðsíða 50

Frón - 01.03.1945, Blaðsíða 50
48 Jakob Benediktsson ÁriS 1943 var léS 12000 bindum fleira og lánþegarnir voru um 5000. l’ess'ar tölur sýna þó, að mikiS brestur á aS notkun safnsins sé jafnmikil og t. d. yfirleitt í bæjum hér í landi. Svo aS enn sé vitnaS í safniS í Lyngby, voru þar síSastliSiS ár rúmlega 7000 lánþegar og útlániS um 160000 bindi. Eru þaS svipuS hlutföll og í öSrum stærri bæjum Danmerkur. Um samanburS viS dönsk bókasöfn er þó þess aS gæta, aS þar er ólíku saman aS jafna um bókakost á móSurmáli lánþeganna viS þaS sem er á íslandi, en mikill hluti þeirra manna sem sækja alþýSubókasöfn mun ekki síSur á íslandi en annars staSar eingöngu hafa not þeirra bóka sem eru á eigin máli þeirra. ÁstandiS á íslandi í bókasafnsmálum er ekki ólíkt því sem var víSast á NorSurlöndum um og eftir síSustu aldamót, en þá tóku augu manna þar aS opnast fyrir nauSsyn þess aS skipuleggja alþýSubókasafnsstarfiS á nýjum grundvelli, samkvæmt þeirri reynslu sem þá var fengin, einkum í Ameríku og á Englandi. AS þessu hefur veriS unniS ósleitilega síSan um öll NorSurlönd, og þar hefur tekizt aS vekja áhuga löggjafar- og fjárveitingar- valds á bókasafnsmálum, svo aS lögfest hefur veriS kerfi sem í aSaldráttum er eins í Danmörku, Noregi og SvíþjóS, þó aS nokkurs munar gæti í einstökum atriSum og framkvæmdirnar séu ekki komnar jafnlangt alls staSar. 1 Danmörku var þessari lögfestingu komiS á 1920, í SvíþjóS 1929 og í Noregi 1935. MeS þessum aSgerSum hafa þessi lönd komizt í fremstu röS i Evrópu um skipulagningu bókasafnsmála almennings. Ég skal ekki rekja þetta kerfi í einstökum atriSum; þaS er nóg aS geta þess sem er meginkjarni starfsins. Landinu er skipt í umdæmi, og í hverju umdæmi er eitt miSbókasafn (centralbibliotek), sem um leiS er kaupstaSarbókasafn. öll smábókasöfn umdæmisins, bókasöfn sveita og smærri bæja, leita til miSbókasafnsins um lán á þeim bókum sem þau eiga ekki sjálf, svo og um allar leiSbeiningar í starfi sínu, um bókaval, skrásetningu o. s. frv. öll miSbókasöfnin eru síSan undir einni yfirstjórn, og í sambandi viS hana er hér í landi upplýsingaskrifstofa sú sem ég gat um áSan. Langflest söfnin eru, a. m. k. hér í landi, eign sveita- og bæjafélaga, en þau fá öll ríkisstyrk þegar vissum — mjög vægum — byrjunarskil- yrSum er fullnægt. Ríkisstyrkurinn er hér í landi 80 % af föstu framlagi annarra aSila upp aS 15000 kr., síSan lækkandi hluti af því framlagi sem fer fram úr þeirri upphæS. Auk þess fá miSbókasöfnin frekari styrk til starfsins í umdæminu, bæSi frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.