Frón - 01.03.1945, Blaðsíða 55

Frón - 01.03.1945, Blaðsíða 55
Orðabelgur 53 og Jón Helgason, prófessor, þegar hefir sýnt fram á — oft er harðla ábótavant. Er það mikill sómi Islendingum hér utan- lands, ef þeir rita móðurmál vort betur en landar vorir heima. Ein lilið íslenzks ritmáls hefir þó ennþá verið látin liggja á milli hluta. En það er setning greinarmerkja, og á ég hér aðallega við notkun kommu eða höggs. Ef ég man rétt, segir Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri, sem talinn er mikill íslenzkumaður, að til séu þrjár aðferðir um kommusetningu. Hin fyrsta sé sú, að miða kommusetningu ein- göngu við það, hvar nema skuli staðar í Iestri. Fari þá mest um kommusetningu eftir smekk og geðþótta þess, er skrifar. Hjá þeim, sem vel séu að sér og smekkvísir á mál, geti það farið vel úr hendi. En hjá öllum þorra manna lendi slík kommusetning í handaskolum og glundroða, sem von sé, þar sem ekkert sé við að styðjast nema eigin tilfinningu, sem oft sé óljós í þeim sökum. önnur aðferðin sé sú, að miða við einstök orð, læra utan bókar 10—20 orð, sem setja skuli kommu á undan. Sú aðferð sé furðu algeng, en engu að síður algerlega óhæf. Sjáist það bezt á þvi, að á undan hverju orði, sem vera vilji, geti staðið komma, ef svo beri undir. Hins vegar sé ekki heldur til það orð, sem alltaf þurfi að setja kommu á undan. Þá er þriðja aðferðin, en hún sé sú, að miða kommusetningu við s e t n i n g a s k i p u n og h u g s u n. Ég vil nú bæta við, að til sé fjórða aðferðin (og jafnvel fleiri). l3að er sú regla, að setja aðeins kommu á eftir sjálfstæðum aðalsetningum (eða brotum, er standa í þeirra stað), þ. e. a. s. aðalsetningu, sem felur í sér fulla hugsun, þó að eftirfarandi aukasetningu sé sleppt. En að þessari reglu skal vikið nánar síðar. Pví verður ekki neitað, að menn eru á síðustu árum farnir að gerast all-andvígir kommu, að minnsta kosti kommum þeim, sem settar eru eftir málfræðilegum reglum. Virðast menn hallast meir og meir að því, er Freysteinn nefnir svo hjá almenningi, glundroða-reglunni. T. d. nota Norðmenn og Svíar kommu eða liögg nú á tímum aðeins sem þagnarmerki, án alls tillits til s y n t a x, eða eins og það heitir á íslenzku setningafræðinnar. Tel ég það þó enga sönnun fyrir því, að rétt sé að taka þennan sið upp í íslenzku. Sumir menn eru þannig gerðir, að þeir grípa fegins hendi við öllum þeim breytingum í fræðslumálum, er á einhvern hátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.