Frón - 01.03.1945, Blaðsíða 20

Frón - 01.03.1945, Blaðsíða 20
18 Jón Helgason undirbúningsstigi og vitneskja um þaÖ óljós hér. Reynsla utan úr löndum sýnir að eigi slikt fyrirtæki að lánast, veitir ekki af heilli sveit valinna starfsmanna undir gallharðri og einbeittri stjórn. Fáist slík sveit og verði ekki reynt að klípa utan af nauðsynlegum tilkostnaði, má gera sér vonir um að orðabókin verði langt komin undir lok þeirrar aldar sem nú stendur yfir. Pörfin á handorðabók er vitaskuld engu síður knýjandi þótt stórvirki eins og þetta sé á döfinni. Annars má skjóta því inn hér að íslenzkum orðabókaþörfum hefur til þessa verið skammarlega illa fullnægt nærri þvi í öllum greinum. Við eigum orðabækur úr dönsku, ensku og þýzku á íslenzku (en enga úr frönsku, að heitið getí). Allar eru þessar bækur smáar og gallaðar, einnig þýzk-íslenzka orðabókin, sem þó er þeirra nýjust og bezt. Pað er bráðnauðsynlegt að hafizt verði handa um gerð nýrra og stórum endurbættra orðabóka úr erlendum tungum. Okkur nægja ekki lengur einhver kríli sem aðeins taka upp hrafl úr orðaforða málanna, stundum meira að segja með röngum og villandi þýðingum. Ekki tjáir heldur annað en að viðurkenna þá staöreynd og haga sér eftir henni, að íslenzka er víða steypt í öðru móti en meginlandsmálin, svo að oft er vonlaust að setja sér það mark að þýða orð með orði, heldur verður að sýna mörg mismunandi dæmi þar sem um- skiptilegar þýðingar eiga við. Efniviðurinn í rannsókn íslenzks máls fyrr á öldum er geysimikill og enn ekki hagnýttur nema að litlu leyti. Fjöldi margvíslegra gagna bíður þar könnunar áður en grundvöllur sé lagður að þeirri sögu tungunnar sem okkur hlýtur að dreyma um við hlið bókmenntasögunnar. Hér skal ekki farið frekara út í þá sálma. En eitt er það verk sem enga bið þolir og hvergi verður unnið nema á islandi sjálfu, og það er könnun íslenzks málfars eins og það er nú í dag í mismunandi landshlutum. Rað er segin saga í öllum löndum að þar sem komin er skólafræðsla og útvarp og ferðalög og þeysingur, taka héraðasérkenni í máli óðum að hverfa og allt verður að einum sambreyskingi. Víðs vegar um landið þarf að leita uppi gamalt fólk, helzt það sem lengst af hefur haldið sig heima fyrir og talar mál síns héraðs hreint og ómengað, og gera hvorttveggja: hljóðrita tal þess og taka sýnishorn á hljómplötur. Að þessu hefur lengi verið unnið af kappi í grannlöndum vorum, og mætti eflaust margt af reynslu þeirra læra. Mér blæðir í augum ef t. d. gömul austfirzka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.