Frón - 01.03.1945, Blaðsíða 40

Frón - 01.03.1945, Blaðsíða 40
38 Tvö bréf til Erlendar Gottskálkssonar óaldarflokkum þeim er geisa yfir land og lýð og eyðileggja hvortveggja. Enginn Egill er yrki lof um hinn fjegrimma dólg drupners nyðja og sökunaut sona hvinna, um þann Grjótbjörn er gæddan hefir Freyr og Njörður að fjárafli, sem engann lætur frá sjer ganga með auðar atgeirstuptir. Og lýsi sorg sinni yfir sonarmissirnum með því að harma það að hann hefir eigi sakargögn við súðsbana og geti eigi hefnt sín á honum (Ægir), en jafnframt minnist ástgjafa þeirra er guð hanns (Óðinn) hafði veitt honum, og það helzt að hann var gæddur þeirri íþrótt að gjöra visa fjandur af vélöndum. tmginn Einar Pveræringur er með stillingu og kjark tali móti útlendu harðstjórnar ráðríki. Engin Jón Loptsson er með skynsemd og hógværð varni andlegri ofurkúgun. Og hvað höfum vjer fengið í þeirra stað? Klerka ágjarna og hjátrúarfulla sem engan sannleik þekkja nje vilja þekkja annan en þann er þeir sjálfir tala, og sem stæra sig af því að geta stílfært eða komið í ræðuform sömu hjátrúar og hjegóma hugsunum helgi eptir helgi, og innibinda í kenningum sínum þann skaðlega lærdóm að allt sje og fram komi beinlínis eptir guðs óraskanlegu ráðstöfun og maðurinn megni ekkert af sjálfu sjer, og þykjast aldrei fá fullvel brýnt það fyrir mönnum að bera enga umsorgun fyrir ókomna tímanum, guð ali þá eins og fugla himinsins, og setja þá (mennina) þannig á borð með skynlausu dýronum, en draga skýlu yfir þau helgu sannindi, eða jiekkja þaug eigi, að hvert heldur sem maðurinn er orðinn til fyrir verkun blindrar nauðsynjar eða settur i þann verkahring sem hann er i af alvisri og sjálfsmeðvitund gæddri veru, þá er þó í djúpi hins óskiljanlega anda mannsins falið það efni er tekið getur framförum, vísir sem náð getur þroska, og það er mannsins ætlun og ákvarðan að leita af egin ramleik eptir full- komnan sinni, án þess að nokkurt æðra vald brjóti bág við lögmál það er það sjálft hefir sett. Enn hin kenningin er jeg áður nefndi sökkvir manninum ofaní dáðlaust aðgjörðaleisi með blindu oftrausti á guði og kemur honum til að leggja árar i bát og biðja guð að breita þessum lögum sínum og burtrýma þvi sem er gæfu hans til fyrirstöðu, þvi svo Iítilsigldan hugsa þeir sjer guð að þeir halda hai.n aki seglum eptir bænastormi einstöku manna sem þó vita ei hvers byðja ber, og álíta það stríða gegn guðs vilja og synd á móti heilögum anda að sækjast eptir nokkru hamingjueflandi sem torvelt er að ná, og álita aðkast lífsins, sem eptir eðlilegum gangi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.