Frón - 01.03.1945, Blaðsíða 26

Frón - 01.03.1945, Blaðsíða 26
24 Jón Helgason gripum o. s. frv. Hins vegar eru teknar saman mjög efnismiklar og smásmuglegar spurningaskrár, sem mönnum eru sendar prentaðar víða um land. Tvær slíkar skrár eru sendar á ári, og spurt um atriði svo hundruðum skiptir í hverri; ein snerist um venjur og aðferðir við slátrun, önnur um bakstur, þriðja um heyskap. Sumir hafa að vísu þverskallazt við að svara, en aðrir hafa reynzt fyrirtaks liðsmenn, og þykir það efni sem fengizt hefur á þenna hátt stórfróðlegt. Um alls konar rannsóknir alþýðumenningar hafa Svíar verið forgönguþjóð. Stórfellt er safnrit þeirra Svenska landsmál och svenskt folkliv, sem haldið hefur verið úti síðan 1879 og er nú meira en 40 þykk bindi. Pað hefur að geyma mállýsingar og málrannsóknir, texta, orðasöfn, þjóðsögur, þulur, stökur, þjóðlög, þjóðtrú, venjur, málshætti, örnefni o. s. frv. Þaulæfðir rannsókn- arar og vísindamenn hafa safnað miklum hlut efnisins og búið til prentunar. Þegar jiess er enn fremur gætt að Svíar hafa á þessum árum gefið út fjölda annarra rita um þessi fræði, mun óhætt að spá að þeir muni seint verða sakaðir um að hafa ekki borgið því sem borgið varð. Pví miður óttast ég að dómurinn verði ööruvísi um vora þjóð, en þó er ekki allt úrtímis enn. 7. Meðal nágrannalandanna hefur ísland sérstöðu að því leyti að við reynum eftir föngum að láta í ljósi erlend hugtök nútímans með orðum af innlendum stofni, í stað þess að gleypa aðkomin orð með húð og hári. Þessi málstefna á sérstakar rætur, sem ekki er þörf að rekja hér. Hún var eðlileg meðan þorri lands- manna var bændur og búaliö, en í þjóðfélagi með sundurgreindum stéttum og ýmiss konar sérfræðingum verður henni ekki haldið til streitu. Samt er þessi viðleitni nú svo ásköpuð orðin máli voru að hún hlýtur að halda áfram að mega sín mikils einnig framvegis. Það er mikil furða að öll íslenzk málvernd hefur allt fram á þenna dag mátt heita eftirlitslaus og miðstöðvarlaus og undir- orpin geðþótta hvers einstaks höfundar. Þetta skapar glundroða sem horfir til vandræða. Menn smiða orð, oft og tiðum án þess að vita nema einhver hafi áður glímt við að íslenzka sama hugtak og ef til vill fundið á því viðhlítandi lausn. Eða tveir menn nota sama nýyrðið í mjög ólíkum merkingum, af því að festuna vantar. Okkur væri hin mesta þörf á málræktarstofnun í einhverri mynd. Eðlilegt væri að hugsa sér hana sem nefnd nokkurra (t. d.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.