Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 34
Appelsínuguli
heilklæðnaðurinn
í uppáhaldi
SAMFÉLAGIÐ ER DUGLEGT AÐ SETJA OKKUR Í HÓLF
Anna Gyða vel-
ur föt oftast
eftir líðan.
ANNA GYÐA SIGURGÍSLADÓTTIR, FRAMKVÆMDASTÝRA HÆPSINS Á RÚV,
LÖFRÆÐINEMI OG HEIMILDARMYNDAGERÐARKONA, ER MEÐ LITRÍKAN
OG FJÖLBREYTTAN FATASTÍL. ANNA GYÐA SEGIR FATASTÍL SINN MISMUN-
ANDI FRÁ DEGI TIL DAGS OG VELUR HÚN FÖT OFTAST EFTIR LÍÐAN.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
H
vað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt?
Þægindi. Ég reyni að finna föt sem mér myndi
hugsanlega líða vel að dansa í. Hreyfanleiki og
þægileg efni skipta máli. Víðir Stevie Nicks-
kjólar og hlýjar rúllukragapeysur úr góðum efnum. Jú og
litir. Reyni að velja mér skemmtilega lituð föt sem gam-
an er að setja saman á alls konar vegu.
Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Voðalega
breytilegur. Fatavalið er mismunandi frá degi til
dags þar sem ég vel föt oftast eftir líðan. Ef það er
skortur á einhvers konar líðan þá ná föt stundum
að hífa mig upp í þá líðan sem ég vil ná. Eins og
ef ég vil meiri léttleika og „playfulness“ þá á ég
einn barnalegan tjullpils-trúðakjól sem ég fer í – líð-
ur strax eins og ég megi meira eða sé fær um meira
í lífinu þegar ég er í honum. Það eru engar hömlur
neins staðar í kringum mig. Ef ég er leið þá klæðist ég
öllu appelsínugulu þar sem ég tengi appelsínugulan lit
við eitthvað bjart, gott og fallegt.
Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Benazir
Bhutto sem var fyrsti kvenforsætisráðherra í múslimsku
landi. Hún virtist alltaf vera í mjög litríkum klæðum úr þægi-
legum efnum. Dettur ekki í hug fleiri einstaklingar einmitt
núna en mér finnst sjálfsöryggi í klæðaburði mest sexy.
Ætlar þú að fá þér eitthvað fallegt fyrir veturinn? Ef ég
hefði efni á því, myndi ég reyna að finna mér hinn fullkomna
silki-kimonoslopp. Ég er mikið innidýr og þá sérstaklega á vet-
urna. Þrennt sem ég þrái mest um þessar mundir: silki-
lak, silkirúmföt og silkislopp. Ég sé fyrir mér að hann sé
annaðhvort lillableikur eða drapplitaður. Síður en ekki of
síður. Hlýr en ekki of hlýr.
Ef þú fengir að eiga fataskáp þekkts einstaklings, hver
myndi það vera og af hverju? Ætli það hefði ekki verið
fataskápur Benazir Bhutto. Annars get ég ímyndað mér
að Florence Welch eigi skemmtilegt fatasafn.
Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Nei, ég fylg-
ist ekki mikið með tískustraumum.
Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Appelsínuguli
heilklæðnaðurinn minn sem ég safnaði mér saman á síð-
Benazir Bhutto klæddist mjög litríkum
klæðum úr þægilegum efnum.
Morgunblaðið/Eva Björk
Silkislá er á
óskalista Önnu
fyrir veturinn.
asta ári. 2014 var „hellað“ ár í alla staði. Ég vaknaði einn
daginn upp úr draumi þar sem ég sá allt appelsínugult og
síðan mig klædda öllu appelsínugulu. Ég fann að þessi lit-
ur myndi gera tilveruna betri og tók um leið meðvitaða
ákvörðun um að breyta um ákveðna hugarstefnu. Ég hóf
því ,,leitina að appelsínugula heilklæðnaðinum“. Fann
mér skó, rúllukragapeysu, bol, gallabuxur og sokka. Til-
veran varð betri.
Hvaðan sækir þú innblástur? Örugglega bara úr lífinu
öllu. Mér finnst lífið samsafn af minni tímabilum. Maður
er alltaf að lesa eitthvað, horfa á eitthvað, lenda í hinni og
þessari lífsreynslu sem mótar þessi minni tímabil sem hafa síð-
an áhrif á hvernig ég haga mér og klæði mig. Ég nýt þess
soldið að horfa á lífið í þessum minni tímabilum því þá er ég
ekki föst á einum stað, en hins vegar að prófa alls konar milli
himins og jarðar. Núna er ég t.d. í fyrsta sinn að upplifa ein-
hvers konar skvísutímabil. Langar í akrýlneglur og contour-
sett. Eftir ár verð ég örugglega á einhverju allt öðru tímabili.
Svo var það líka fáránlega frelsandi þegar ég uppgötvaði að
fataval mitt og útlit breytir því ekki hver ég er að innan. Sam-
félagið er nefnilega soldið duglegt að setja okkur í hólf eftir
fata- og almennu útlitsvali.
Hvaða tískutímaritum/bloggum fylgistu með? Ég fylgist
ekki með „official“ tískutímaritum eða bloggum en ég horfi á
myndbönd á flestum VICE-síðum. Eins og t.d. Broadly sem er
með alls konar femínísk stuttheimildarmyndbönd um hitt og
þetta, viðtöl við skemmtilegar listakonur og brautryðjendur –
mjög gaman að fylgjast með því. Það mætti mögulega færa
rök fyrir því að þessi myndbönd falli eitthvað í kramið hjá
mér, þar sem þetta er einn liður í þessu sýnilega umhverfi
mínu sem hefur á endanum áhrif á fataval mitt og stíl.
Hvert er þitt eftirlætistískutímabil og hvers vegna? Ég
held ekki neitt. Brot og brot úr öllum tímabilum örugglega
bara. Fallegu þægilegu náttúrulegu kjólarnir frá hippa-
tímabilinu, leður og svart töffarastöff frá pönkinu, LITA-
GLEÐI frá diskótímabilinu, hattar frá einhverju tímabili.
Er eitthvert tímabil í gangi núna? Mér líður frekar vel ein-
mitt núna hvað föt varðar svo kannski er eftirlætistísku-
tímabilið mitt núna.
Vice-síðan Broadly inniheldur
femínísk stuttheimildarmyndbönd
sem Anna sækir oft innblástur í.
Florence
Welch á senni-
lega skemmti-
legt fatasafn.
Anna Gyða nýt-
ur þess að klæð-
ast hlýjum rúllu-
kragapeysum úr
góðum efnum.
Tíska *Laugardaginn 7. nóvember verður fjörugur markaður íhúsnæði Tulipop á Fiskislóð 31 á milli klukkan 12 og 16.Verslanirnar Tulipop, As We Grow og barnaskóbúðinFló verða með fallegan varning á tilboði ásamt lagersöluá eldri vörum. Búast má við skemmtilegri stemningu enmeðal þess sem í boði verður eru piparkökur og léttarveitingar, andlitsmálning, Tulipop-litabækur, kennsla í
fingraprjóni í boði As We Grow milli kl. 14:00 og 16:00
og veglegur vinningur fyrir einn heppinn gest.
Pop-up markaður og lagersala með barnafötum