Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Síða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Síða 44
Körfubolti 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015 T uttugu mánuðir eru síðan sextán ára drengur frá Svartárkoti í Bárðardal, Tryggvi Snær Hlina- son, mætti í fyrsta sinn á körfu- boltaæfingu. Framfarirnar síðan eru stórfenglegar. Tryggvi er nú nýorðinn átján og gerði á mánudaginn Íslandsmeist- urum KR eftirminnilega skráveifu í bikarleik; frábær frammistaða Tryggva dugði reyndar ekki til sigurs, en Þórsarar frá Akureyri, sem leika í neðri deild Íslandsmótsins, voru ótrú- lega nálægt því að slá Vesturbæjarstórveldið út úr bikarkeppninni. KR-ingar unnu með þriggja stiga mun í íþróttahöllinni á Akureyri þar sem Bárðdælingurinn ungi var stigahæst- ur allra Íslendinga á vellinum; gerði 20 stig, tók 14 fráköst og varði nokkur skot KR-inga, m.a. frá Michael Craion, besta leikmanni landsins. Tryggvi tróð, sem kallað er, boltanum nokkrum sinnum með miklum tilþrifum í körfuna gegn KR; hoppaði upp með boltann í höndunum og grýtti honum eins fast og hann gat ofan í hringinn. Vakti það mikla hrifningu viðstaddra, svo ekki sé meira sagt. Eins og lesendur sjá á meðfylgjandi mynd- um er Tryggvi engin smásmíði. Hann er 2,16 metrar á hæð í körfuboltaskóm en 2,14 m skólaus. Opinbera körfuboltahæðin er venju- lega sú, segir hann, þegar skósólinn er mæld- ur með! Og talandi um skó: Tryggvi notar númer 53. Slík farartæki liggja ekki á lager íslenskra verslana þannig að Tryggvi þarf að panta skóna sína frá Bandaríkjunum en fær stund- um verslanir til að sjá um það fyrir sig. Hef lært ótrúlega mikið Svartárkot er innsti bær austan megin í Bárðardal, „nálægt miðju Íslands“, segir Tryggvi Snær og hlær í upphafi samtalsins við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. „Ég hef alltaf verið í íþróttum, var í frjáls- íþróttum og sundi, pínulítið í fótbolta og við strákarnir í Stórutjarnaskóla lékum okkur tvisvar í viku í körfubolta. Mér hefur alltaf þótt það skemmtileg íþrótt.“ Tryggvi hóf nám í VMA haustið 2013. Hann lýkur fljótlega námi í rafvirkjun, ætlar síðan að útskrifast sem stúdent og stefnir að því loknu á háskólanám í útlandinu og að leika þar körfubolta samhliða. „Mig langaði að byrja að æfa körfubolta strax og ég fór í skólann, haustið 2013, en fyrsta önnin fór í að rífa mig upp úr einkirn- ingssótt svo ég gat ekki byrjað strax.“ Frændi Tryggva kannaðist við gamlan körfuboltamann úr Þór og ræddi við hann um drenginn. Sá hringdi þegar í stað í Bjarka Ármann Oddsson, þjálfara hjá félaginu, sem ekki var lengi að hafa samband við Tryggva. Þar með hófst ævintýrið. „Ég mætti á fyrstu æfinguna í janúar 2014 og æfði fyrst með strákum sem eru ári yngri en ég, fæddir 1998, og áfram um sumarið. Veturinn eftir var ég mest með þeim en að- eins með meistaraflokki, spilaði lítið fyrst þar en það jókst smám saman. Ég leit svo á að ég væri bara að læra og það hefur gerst í nokkr- um stökkum. Strax fyrsta veturinn lærði ég helling, það sama má segja um tímann sem ég æfði fyrst með U 18-landsliðinu, að ég tali ekki um síðasta sumar, þegar ég var í úrtaks- hópi A-landsliðsins fyrir Smáþjóðaleikana. Ég get varla lýst því hve mikið ég lærði á nokkr- um æfingum þar. Og svo hef ég ekki lært neitt smá af Benna síðustu mánuði!“ segir miðherjinn ungi og vís- ar til Benedikts Guðmundssonar, þjálfarans sigursæla sem Þórsarar réðu fyrir þetta keppnistímabil. Bárðdælingurinn hefur sem sagt bætt sig mjög sem leikmaður á stuttum tíma. „Ég hef fengið mjög mikla hjálp frá mörgum; allir vilja aðstoða mig við að vinna upp árin sem ég var ekki í körfubolta.“ Tróð yfir Ragga á landsliðsæfingu! Tryggvi Snær segist frekar rólegur að eðl- isfari og sjaldan stressaður. Hann hafi þó ver- ið það fyrir fyrstu æfinguna með A-landsliðs- hópnum. „En það var svo ekkert mál og eitt það fyrsta sem ég gerði á æfingunni var að troða yfir Ragga!“ segir hann og hlær. Raggi er Ragnar Ágúst Nathanaelsson frá Selfossi, nú leikmaður Þórs í Þorlákshöfn. Hann er einnig miðherji og ögn stærri en Tryggvi Snær! „Raggi er mjög hress, jákvæður og skemmtilegur náungi og mikill liðsmaður. Hann tók þessu vel – og tók í höndina mér! En ég fann að þetta vakti mikla athygli í hópnum enda örugglega það minnisstæðasta á æfingunni.“ Að æfa með bestu leikmönnum landsins var gríðarlega erfitt, segir Tryggvi. „Ég hélt ekk- ert í við þessa karla. Ef gefin var smápása hljóp ég að vatninu og reyndi svo að ná and- anum almennilega. Það er algjört rugl hvað þeir eru góðir og hraðinn mikill.“ Hann talar um lærdóm og nefnir alla þætti íþróttarinnar, allt frá grundvallaratriðum eins og að grípa boltann og skjóta upp í fínni til- brigði tækni og leikskilnings. „Benni hefur lagt mikla áherslu á liðsspilið; hvernig ég á að hreyfa mig þegar þessi er með boltann eða hinn. Það skiptir miklu máli að staðsetja sig rétt miðað við aðstæður. Þetta er það sem ég er aðallega að læra hjá Benna núna og finnst það frábært.“ Hann segir „dásamlegt“ að hafa Benedikt sem þjálfara. Hann sé mjög góður kennari og „leggur mikið upp úr því að við lærum; að við ölumst upp sem körfuboltamenn, ég, Raggi [Ragnar Helgi Friðriksson] sem kom frá Njarðvík og hinir ungu strákarnir“. Leikurinn gegn KR í vikunni líður Tryggva Snæ ekki úr minni á næstunni, enda stærsta stundin á ferlinum til þessa. „[Michael] Cra- ion er ekkert smá góður. Hann skoraði slatta fyrst eftir að hann kom inn á en svo lærði ég Meira fyrir áskoranir en fyrirmyndir Tryggvi Snær reyndist KR-ingum óþægur ljár í þúfu þegar Þór tapaði naumlega fyrir Íslandsmeist- urunum. Snorri Hrafnkelsson er t.d. ekki í öfundsverðu hlutverki í þessu tilfelli … TRYGGVI SNÆR HLINASON NÆR LANGLEIÐINA UPP Á STJÖRNUHIMININN MEÐ ÞVÍ AÐ TEYGJA SIG. HANN STEFNIR HÁTT; VILL VERÐA BESTI MIÐ- HERJI ÍSLANDS OG TELUR MEIRI LÍKUR Á ÞVÍ AÐ STUNDA KÖRFUBOLTA EINHVERS STAÐAR Í ÚTLANDINU NÆSTU ÁR EN VINNA VIÐ RAFVIRKJUN, SEM HANN NEMUR NÚ Í VERKMENNTASKÓLANUM Á AKUREYRI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.